Minjavörður Norðurlands eystra
462 1089
466 1089
865 9942
Menntun:
Sigurður lauk BA prófi í fornleifafræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1986 og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1993 til 1995.
Starfságrip:
Sigurður var safnvörður á Árbæjarsafni 1986 til 1987. Hann vann við fornleifarannsóknir fyrir Þjóðminjasafnið frá 1988 og var verkefnisstjóri á Fornleifadeild Þjóðminjasafnsins 1991 og 1995 – 2000. Hann hefur unnið við og stjórnað ýmsum fornleifarannsóknum frá árinu 1987; stjórnaði rannsóknum í Viðey 1987; stjórnaði fornleifauppgrefti að Bessastöðum 1989-1993; verkstjóri við uppgröft i Taarnby Danmörku sumrin 1993 og 1994; stjórnandi Bessastaðarannsókna 1996. Auk þess hefur hann stjórnað ýmsum minni verkefnum og aðstoðað við önnur. Sigurður starfaði á Dansk Kulturhistorisk Centralregister samhliða framhaldsnámi. Sigurður hóf störf sem minjavörður Norðurlands eystra í febrúar 2001.
Áhuga- og fræðasvið
Heiðnar grafir á Íslandi; samspil manns og náttúru; mannvirkja og landslags.