Minjavörður Norðurlands vestra
453 6203
453 7998
Menntun:
• MA í miðaldafornleifafræði við University of York í Bretlandi árið 2007.
• Meistarapróf (magister artium) í sagnfræði frá HÍ árið 2003.
• Kennslufræðum til kennsluréttinda frá HÍ árið 1998.
• BA próf í sagnfræði og heimspeki frá HÍ árið 1993.
Starfságrip:
Þór hefur starfað við fornleifarannsóknir er framkvæmdar hafa verið víðsvegar um landið. Þar ber að nefna rannsókn í Viðey sumrin 1989-1991 á vegum Árbæjarsafns en á vegum Þjóðminjasafns rannsóknir á Bessastöðum sumarið 1996, á Keldum á Rangárvöllum sumarið 1998, á Breiðuvík og Fjallahöfn á Tjörnesi vorið 2000 og á Þiðriksvöllum í Steingrímsfirði sumarið 2000. Árin 1997-2001 starfaði Þór sem sérfræðingur við húsverndardeild Þjóðminjasafns Íslands og hóf síðan störf sem minjavörður Norðurlands vestra.
Áhuga- og fræðasvið
Miðaldasaga, fornhúsafræði og minjavarsla almennt.