Yfirlit | Leita af skrám | Upp |
Flokkur: Skýrslur Fornleifaverndar | ||
Fjöldi undirflokka: 1 |
Ársskýrslur Fornleifaverndar | Skrár: 9 | |
This is a Category example for illustration. This definition can be removed at any time. |
Askja og Sigurðarskarð. Úttekt á fornleifum |
Skýrsla þessi er liður í fornleifaskráningu háhitasvæða sem til umfjöllunar eru í öðrum áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Hér verður fjallað um háhitasvæði við Öskju. Um vettvangsvinnu sáu Inga Sóley Kristjönudóttir og Sólborg Una Pálsdóttir, starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, sumarið 2008. Skýrslugerð var í höndum Ingu Sóleyjar Kristjönudóttir. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-04 20:09:51 1.26 MB 188 |
||
Brennisteinsfjöll. Fornleifaskráning |
Skýrsla þessi er liður í fornleifaskráningu háhitasvæða sem til umfjöllunar eru í 2. áfanga rammaáætlunar um verndum og nýtingu náttúrusvæða. Hér verður fjallað um háhitasvæði í Brennisteinsfjöllum. Um vettvangsvinnu sáu Agnes Stefánsdóttir og Kristinn Magnússon, starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, sumarið 2008. Á vettvangi voru minjarnar uppmældar með Trimble ProX GPS-tæki og ljósmyndaðar. Þá var ástand minjanna kannað og varðveislugildi minjanna metið. Við þá vinnu var stuðst við skráningarstaðla Fornleifaverndar ríkisins. Allar upplýsingarnar voru færðar inn í landfræðilegan gagnagrunn Fornleifaverndar ríkisins og sá Sólborg Una Pálsdóttir um þann hluta verksins. Skýrslugerð var í höndum Agnesar Stefánsdóttur. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-04 20:36:39 1.25 MB 209 |
||
Flókatóftir á Barðaströnd. Prufurannsókn í september 2004 |
Jóhann Ásmundsson, safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti, hafði samband við Fornleifavernd ríkisins og lýsti yfir áhuga heimamanna á að láta rannsaka Flókatóftir. Fór hann þess á leit við Fornleifavend ríkisins að hún tæki að sér að grafa prufuskurði í Flókatóftir til að meta umfang þeirra og þó sérstaklega til að reyna að ná í prufur sem hægt væri að aldursgreina. Magnús A. Sigurðsson fór á staðinn ásamt Kristni Magnússyni, deildarstjóra hjá Fornleifavernd ríkisins og var dvalist við rannsóknir 20. og 21. september 2004. Magnús A. Sigurðsson sá um skýrslugerð. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-04 21:03:03 3.9 MB 175 |
||
Fornleifakönnun í kirkjugarði á Hofi í Vopnafirði |
Sumarið 2003 var kirkjugarðurinn á Hofi í Vopnafirði stækkaður til norðurs. Við það lenti óljós þúst, sem grunur lék á um að gæti verið fornar mannvirkjaleifar innan garðsins. Hulda Þráinsdóttir og Sigurður Bergsteinsson minjaverðir gerðu rannsókn á svæðinu 30. -31. september 2003. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort þústin hefði mannvistarleifar að geyma og hvort fornleifar gætu leynst annars staðar á hinu stækkaða svæði garðsins. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-04 21:21:26 1.51 MB 148 |
||
Fornleifar við Siglunes. Úttekt |
Úttekt Fornleifaverndar ríkisins árið 2009 á fornleifum við Siglunes sem er við mynni Siglufjarðar. Fornleifar þar eru í mikillri hættu vegna landbrots. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-05 10:59:59 8.45 MB 245 |
||
Fremrinámur. Fornleifaskráning |
Skýrsla þessi er liður í fornleifaskráningu háhitasvæða sem til umfjöllunar eru í öðrum áfanga rammaáætlunar um verndum og nýtingu náttúrusvæða. Hér verður fjallað um háhitasvæði í Fremrinámum. Um vettvangsvinnu sáu Inga Sóley Kristjönudóttir og Sigurður Bergsteinnsson, starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, sumarið 2008. Á vettvangi voru minjarnar uppmældar með Trimble ProX GPS-tæki og ljósmyndaðar. Þá var ástand minjanna kannað og varðveislugildi minjanna metið. Við þá vinnu var stuðst við skráningarstaðla Fornleifaverndar ríkisins. Allar upplýsingarnar voru færðar inn í landfræðilegan gagnagrunn Fornleifaverndar ríkisins og sá Sólborg Una Pálsdóttir um þann hluta verksins. Skýrslugerð var í höndum Ingu Sóleyjar Kristjönudóttur. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-04 21:45:32 2.29 MB 167 |
||
Friðlýstar fornleifar í Dalvíkurbyggð. Úttekt |
Úttekt Fornleifaverndar ríkisins á friðlýstum fornleifum í Dalvíkurbyggð. Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlands eystra og Sólborg Una Pálsdóttir, deildarstjóri skráningarmála, fóru á vettvang sumarið 2007 og tóku út og mældu upp minjarnar. Allar minjar voru skráðar hver fyrir sig í samræmi við skráningarreglur Fornleifaverndar en í skýrslunni er fjallað um hvern minjastað í heild sinni. Skýrslan er uppbyggð í samræmi við Fornleifaskrá. Skrá yfir friðlýstar fornleifar sem kom út árið 1990, þ.e. undir þær jarðir sem fornleifarnar tilheyra samkvæmt friðlýsingarskjali. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-04 20:56:08 7.35 MB 198 |
||
Granastaðir í Borgarbyggð. Forrannsókn í júlí 2005 |
Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, gerði könnunarskurði árið 2005 á fyrirhuguðum byggingarreit við Granastaði í Borgarbyggð til að meta eðli og umfang minja sem heimildir eru til um á svæðinu. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-05 11:04:35 4.86 MB 220 |
||
Hamarsbraut 17 í Hafnarfirði. Fornleifarannsókn |
Í umsögn Fornleifaverndar ríkisins um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi lóðar við Hamarsbraut 17 í Hafnarfirði voru sett fram ákveðin skilyrði fyrir því að fallist yrði á nýbyggingu á lóðinni. Nauðsynlegt var talið að þær minjar sem eru á lóðinni yrðu skráðar nákvæmlega. Þá þyrfti að grafa könnunarskurði á svæðinu til að kanna umfang og eðli sýnilegra minja og gang úr skugga um hvort eldri mannvistarleifar leyndust undir yfirborði. Starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, Hákon Jensson, Katrín Gunnarsdóttir og Kristinn Magnússon grófu fjóra könnunarskurði á lóðinni dagana 5. – 7. júlí 2005. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-05 11:10:39 1.15 MB 232 |
||
Hólavallagarður við Suðurgötu. Flokkun og lýsing minningarmarka og leiðisumgjarða með tilliti til menningarsögulegs gildis þeirra |
Í febrúar 2002 gerðu Fornleifavernd ríkisins og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma með sér verksamning um minjar í Hólavallagarði við Suðurgötu. Samningurinn var þríþættur. Í fyrsta lagi tók Fornleifavernd ríkisins að sér að flokka og meta ástand allra legsteina og minningarmarka í kirkjugarðinum, og einnig bakka og gerða í kringum leiðin. Í öðru lagi skyldi stofnunin veita ráðgjöf um hvernig best væri staðið að varðveislu minjanna. Í þriðja lagi að semja texta um valdar minjar í Hólavallagarði, sem unnt væri að nýta á skilti sem Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma ætluðu að setja upp í garðinum gestum hans til fróðleiks og til birtingar á vefsvæði Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Gunnar Bollason sagnfræðingur var ráðinn til að vinna verkið. Í Hólavallagarði má sjá skilti með upplýsingum um minningarmörk og einstaklinga, sem Gunnar hefur samið. Fornleifavernd ríkisins hefur veitt Kirkjugörðunum ráðgjöf varðandi varðveislu minja og hér á eftir fylgir meginverk hans: Hólavallagarður við Suðurgötu - Flokkun og lýsing minningarmarka með tilliti til menningarsögulegs gildis þeirra. |
Sett inn Stærð Fjöldi niðurhala |
2012-10-05 11:37:16 3.1 MB 191 |
||
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is