Prenta þessa blaðsíðu

Fjarkannanir og minjavarsla

Miðvikudagur, 30 Mars 2011 15:14

Út er komin bókin Remote Sensing for Archaeological Heritage Management í ritstjórn David C. Cowley. Bókin byggir á fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnu sem haldin var á Íslandi árið 2010 á vegum Europae Archaeologiae Consilium (EAC) og Aerial Archaeology Research Group (AARG). Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkti ráðstefnuna og í tilefni af útgáfunni var ráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, afhent eintak af bókinni í morgun, 30. mars 2011.

Nánari upplýsingar um bókina og hvernig megi panta eintak er að finna í eftirfarandi eða á eftirfarandi heimasíðu. 

Síðast breytt Þriðjudagur, 27 Mars 2012 11:20