Minjavörður Vesturlands
438 1880
438 1705
895 1880
Menntun:
• Meistaranám í sjávarfornleifafræði 1994 – 1995 við Scottish Institute of Maritime Studies, University of St. Andrews, Scotland.
• BA próf í Sagnfræði með Landafræði sem aukagrein við Háskóla Íslands 1989 - 1993.
• Réttindi í köfun frá Exmouth Diving School, Exmouth, U.K.
• Lauk einni önn við nám í forvörslu forngripa við Den kongelige Danske Kunstakademi, Köbenhavn, haustið 1999.
Starfságrip:
Magnús var aðstoðarmaður við uppgröft í Theologos í Grikklandi á vegum Cornell háskóla sumarið 1990 undir leiðsögn Prófessors John F. Coleman; aðstoðarmaður við uppgröft á Bessastöðum á vegum Þjóðminjasafns Íslands sumarið 1993 undir leiðsögn Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings. Undir
leiðsögn Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings starfaði Magnús sem aðstoðarmaður við fyrsta neðansjávaruppgröft á Íslandi í Flatey við Breiðafjörð júlí 1993 (á vegum Þjóðminjasafns Íslands), sumarið 1997 sem fornleifafræðingur við uppgröft í mynni Laxársdals, og í ágúst 1999 á Írsku búðum, Snæfellsnesi. Sumarið 2000 var Magnús við uppgröft á Þiðriksvöllum í Steingrímsfirði, og í september 2000 stjórnaði hann uppgrefti í Kollafirði á Ströndum. Sumarið 2002 vann hann við uppgröft að Kirkjubæjarklaustri. Minjavörður Vesturlands og Vestfjarða frá 1. apríl 1999.
Áhuga- og fræðasvið
Sjávarfornleifafræði og sjávartengdar minjar. Meðal áhugamála eru hvalveiðar Baska hér við land og minjar tengdar þeim, eins og t.d. hvalveiðiskipin þrjú eru fórust í Reykjarfirði syðri 1615.