Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir menntamálaráðherra. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Suðurgötu 39 í Reykjavík en útstöðvar eru í Stykkishólmi, á Sauðárkróki, á Akureyri, á Egilsstöðum og á Skógum.
Lög um menningarminjar nr. 80/2012 tóku gildi 1. janúar 2013. Samkvæmt þeim voru Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands. Forstöðumaður hinnar nýju stofnunar er Kristín Huld Sigurðardóttir.
Símanúmer Minjastofnunar Íslands eru fyrst um sinn 555 6630 (forstöðumaður og málefni tengd minjum) og 570 1300 (málefni tengd húsvernd og húsafriðun). Verið er að vinna að sameiningunni á mörgum sviðum, m.a. með nýrri heimasíðu en þar til hún er komin í gagnið höldum við úti heimasíðunum www.fornleifavernd.is og www.husafridun.is.
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is