Fornleifavernd ríkisins er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir menntamálaráðherra. Stofnunin hóf starfsemi sína þann 15. október 2001 og er staðsett á fimm stöðum, á Suðurgötu 39 í Reykjavík, Stykkishólmi, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum. Fornleifavernd ríkisins starfar samkvæmt þjóðminjalögum nr. 107/2001, ákvæðum í lögum um flutning menningarverðmæta til annarra landa nr. 105/2001 og lögum um húsafriðun nr. 104/2001. Markmið þjóðminjalaga og hlutverk Fornleifaverndar ríkisins er að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af þeim og greiða fyrir rannsóknum. Helstu verkefni stofnunarinnar eru þessi:
• Stefnumörkun þjóðminjavörslunnar í samvinnu við þjóðminjavörð
• Eftirlit með fornleifum, fornleifarannsóknum og gripum í kirkjum landsins
• Leyfisveitingar vegna allra staðbundinna og tímabundinna rannsókna
• Stefnumótun vegna skráninga fornleifa, minningarmarka og kirkjugripa
• Umfjöllun og leyfisveitingar vegna förgunar fornleifa
• Umfjöllun og leyfisveitingar vegna flutnings og förgunar kirkjugripa
• Friðlýsing fornleifa, minningarmarka og kirkjugripa
• Merking friðlýstra fornleifa
• Umsagnir vegna skipulagsvinnu og umhverfismats
• Umsagnir vegna friðunar og breytinga á húsum
• Ráðgjöf um varðveislu og kynningu menningarsögulegra minja
• Ráðgjöf vegna skráningar, rannsókna og varðveislu fornleifa
• Leiðbeiningar vegna kostnaðaráætlana og framkvæmda rannsóknarverkefna
• Útboð vegna fornleifarannsókna
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is