Þú ert hér:Forsíða»Minjastofnun Íslands»Lög og reglur»Fornleifavernd á Íslandi»Fornleifavernd á Íslandi
Print

Stefna 2006 - 2011

 

Tilgangur og forsendur fornleifaverndar

Stefna íslenska ríkisins í málefnum fornleifaverndar miðar að því að hlúa að þeim verðmætum sem felast í ummerkjum um fortíðina í landinu og skynsamlegri nýtingu þeirra. Stefnunni er ætlað að gefa umheiminum skýr skilaboð um áhersluatriði og forgangsröðun á sviði fornleifaverndar á Íslandi, að skýra stöðu fornleifaverndar í samfélagsheildinni og auka skilvirkni í minjavörslu með því að vera vinnutæki fyrir þá aðila sem starfa að varðveislu og verndun fornminja. Með þessari stefnu er stofnunum og einstaklingum gert kleift að efla hlut fornleifa og menningarlandslags í samfélagi nútímans. Vilji stjórnvalda kemur skýrt fram í 1. grein þjóðminjalaga nr. 107/2001, en þar segir:

 

 “Tilgangur þessara laga er að stuðla að verndun menningarsögulegra minja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögin eiga að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarsögulegum minjum landsins og greiða fyrir rannsóknum á þeim.”

Menningarminjar eru öll þau spor sem manneskjan hefur skilið eftir sig, efnisleg jafnt sem huglæg. Greinilegust eru sporin eftir mannvirki frá mismunandi tímum og sem hafa þjónað mismunandi tilgangi (fornleifar). En sporin sjást líka í breytingum á náttúrunni og landslaginu af völdum mannsins (menningarlandslag). Þessi skilgreining á menningarminjum er afar víð og ómögulegt er að varðveita öll þessi spor. Þess vegna er nauðsynlegt að forgangsraða og meta gildi hinna ólíku minja út frá faglegum og samfélagslegum forsendum.

Lesa nánar um Fornleifavernd á Íslandi, stefna 2006 - 2011 í meðfylgjandi pdf skjali. 

Files:
Fornleifavernd á ÍslandiFornleifavernd á Íslandi - stefna 2006-2011 Fornleifavernd á Íslandi
Date 2012-04-02 Filesize 187.4 KB Download 522 Fornleifavernd á Íslandi

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is