Þú ert hér:Forsíða»Minjastofnun Íslands»Starfssvið»Skráningarmál»Skráningarmál
Print

Umsjón með málaflokknum:

Sólborg Una Pálsdóttir, deildarstjóri, sími 4536203

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Minjaverðir viðkomandi svæða

Eitt að brýnustu verkefnum Fornleifaverndar ríkisins er að safna saman upplýsingum um fornleifar,  samræma skráningu og gögn, og miðla áfram til almennings. Nokkur verkefni þessu tengt eru í vinnslu hjá Fornleifavernd um þessar mundir.

Stöðlun skráningar

Til að byrja með þarf að staðla skráningu fornleifa þar með talið að skilgreina flokkun og greiningu. Þetta er gert í tvíþættum tilgangi: auðvelda samræmingu gagna og setja fram kröfu um lágmarksgæði skráningar. Framkvæmdaraðilum og skráningaraðilum er þá ljóst hvaða kröfur Fornleifavernd ríkisins gerir til fornleifaskráningar svo hún geti talist fullnægjandi til að byggja stjórnsýsluákvarðanir stofunarinnar á. Við höfum lagt fram slíka staðla sem nálgast má á heimasíðu okkar. Notkun þessara staðla verður lögbundin frá og með 1. janúar 2013.

Stöðlun fornleifarannsókna

Sumarið 2012 hófst Evrópuverkefni sem Fornleifavernd ríkisins tekur þátt í sem hefur það að markmiði að búa til staðla varðandi fornleifarannsóknir, þ.e. hvaða gögnum beri að skila eftir uppgröft, í hvaða formi og hvernig ber að varðveita þau.

Stöðlun upplýsinga

En það er ekki nóg að staðla skráninguna/rannsóknina sjálfa, það þarf einnig að tryggja að þessi gögn geti tengst öðrum upplýsingakerfum en það er gert með notkun svokallaðra ítargagna (metadata).  Undan-farin ár hefur Fornleifavernd ríkisins tekur þátt í Evrópuverkefninu CARARE (www.carare.eu ) sem hefur þann megin tilgang að búa til slíka stöðlun og tengja svo gagnagrunna sem hafa að geyma gögn um menningarminjar saman í vefgáttinni Europeana (www.europeana.eu ).

Landupplýsingakerfi Fornleifaverndar ríkisins

Fornleifavernd ríkisins hefur smátt og smátt verið að byggja upp sitt landupplýsingakerfi. Í dag er verið að safna saman upplýsingum um friðlýstar fornleifar, fornleifarannsóknir, fornleifaskráningu og minningarmörk. Fornleifavernd hefur verið að þróa vefsjá þar sem skrásetjarar munu sjálfir setja inn grunnupplýsingar um fornleifar sem þeir eru að skrá og afmörkun þeirra svæða sem þeir eru að vinna með. Kerfið var prufukeyrt í sumar og mun verða tilbúið 1. janúar 2013 þegar nýju lögin taka gildi. Fornleifavernd hefur einnig verið að safna saman upplýsingum um fornleifarannsóknir frá 19. öld og fram til dagsins í dag. Þessar upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu og vefsjá Fornleifaverndar og vefgáttinni Europeana fyrir 1. nóvember 2012. Á heimasíðu/vefsjá Fornleifaverndar verða fljótlega einnig aðgengilegar upplýsingar um friðlýstar fornleifar sem starfsmenn stofnunarinnar hafa verið að safna saman síðustu misseri, þ. á m. uppmæling minjanna. Þá er verið að þróa skráningarkerfi fyrir minningarmörk.  Þarfagreining hefur þegar farið fram og gagnagrunnurinn verður settur upp um leið og tími og fjármagn gefst til. Verkefnið er unnið í samvinnu við Kirkjugarðsráð og líklega munu upplýsingarnar verða aðgengilegar á gardur.is.

Files:
SkráningarmálSkráningastaðlar Skráningarmál
Date 2012-03-19 Filesize 514 KB Download 561 Skráningarmál