Þú ert hér:Forsíða»Upplýsingar»Fagaðilar»Fagaðilar
Print

Siðareglum þessum er ætlað að vera fornleifafræðingum til viðmiðunar um sjálfsögun og siðferðileg álitamál er upp kunna að koma í störfum þeirra í almannaþágu og við fornleifarannsóknir.

Viðfangsefni fornleifafræðinnar er að rannsaka ummerki genginna kynslóða. Fornleifafræði eru stunduð meðal annars með uppgröftum og beinast að því að rannsaka og túlka leifar sem menning fyrri alda hefur látið eftir sig.

Fornleifar eru sameiginlegur menningararfur þjóðarinnar. Þær eru viðkvæmar og sérstakar að því leyti að þeim er hætt við að skaddast eða eyðileggjast við rannsókn.

Lesa nánar: Siðareglur FÍF
 
Print

Eitt að brýnustu verkefnum Fornleifaverndar ríkisins er að safna saman upplýsingum um fornleifar,  samræma skráningu og gögn, og miðla áfram til almennings. Nokkur verkefni þessu tengt eru í vinnslu hjá Fornleifavernd um þessar mundir.

Stöðlun skráningar

Til að byrja með þarf að staðla skráningu fornleifa þar með talið að skilgreina flokkun og greiningu. Þetta er gert í tvíþættum tilgangi: auðvelda samræmingu gagna og setja fram kröfu um lágmarksgæði skráningar. Framkvæmdaraðilum og skráningaraðilum er þá ljóst hvaða kröfur Fornleifavernd ríkisins gerir til fornleifaskráningar svo hún geti talist fullnægjandi til að byggja stjórnsýsluákvarðanir stofunarinnar á. Við höfum lagt fram slíka staðla sem nálgast má hér . Notkun þessara staðla verður lögbundin frá og með 1. janúar 2013.

Stöðlun fornleifarannsókna

Sumarið 2012 hófst Evrópuverkefni sem Fornleifavernd ríkisins tekur þátt í sem hefur það að markmiði að búa til staðla varðandi fornleifarannsóknir, þ.e. hvaða gögnum beri að skila eftir uppgröft, í hvaða formi og hvernig ber að varðveita þau.

Stöðlun upplýsinga

En það er ekki nóg að staðla skráninguna/rannsóknina sjálfa, það þarf einnig að tryggja að þessi gögn geti tengst öðrum upplýsingakerfum en það er gert með notkun svokallaðra ítargagna (metadata).  Undan-farin ár hefur Fornleifavernd ríkisins tekur þátt í Evrópuverkefninu CARARE (www.carare.eu ) sem hefur þann megin tilgang að búa til slíka stöðlun og tengja svo gagnagrunna sem hafa að geyma gögn um menningarminjar saman í vefgáttinni Europeana (www.europeana.eu ). Carare skemað má nálgast hér .

Landupplýsingakerfi Fornleifaverndar ríkisins

Fornleifavernd ríkisins hefur smátt og smátt verið að byggja upp sitt landupplýsingakerfi. Í dag er verið að safna saman upplýsingum um friðlýstar fornleifar, fornleifarannsóknir, fornleifaskráningu og minningarmörk. Fornleifavernd hefur verið að þróa vefsjá þar sem skrásetjarar munu sjálfir setja inn grunnupplýsingar um fornleifar sem þeir eru að skrá og afmörkun þeirra svæða sem þeir eru að vinna með. Stefnt er að því að skráningarkerfið verði tilbúið 1. janúar 2013 um leið og ný lög um menningarminjar tekur gildi.

 
Print

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar fyrir Fagaðila, framkvæmdaraðila og almenning.

 
Print

Hér er hægt að nálgast umsókn um leyfi til fornleifarannsókna sem skila má nú rafrænt inn. Sjá nánari upplýsingar um rafræn skil.

Netskil

 

Files:
Umsókn um leyfi til fornleifarannsókna
Date 2012-10-05 Filesize 739.68 KB Download 520

Eyðublað vegna vettvangsrannsóknar

Í reglum um veitingu leyfa til fornleifarannsókna segir: "Að lokinni vettvangsrannsókn hvers árs skal skila inn til Fornleifaverndar eyðublaði þar sem fram koma grunnupplýsingar um gang rannsóknarinnar það árið. Fornleifavernd ríkisins mun gefa út yfirlit yfir fornleifarannsóknir hvers árs sem byggir á þessum upplýsingum." Litið er á þessi eyðublöð sem opinber gögn og verða þau gerð aðgengileg almenningi fljótlega eftir að þeim er skilað inn. Ætlast er til að eyðublaði þessu sé skilað inn, útfylltu, til Fornleifaverndar ríkisins strax að lokinni vettvangsrannsókn. Frekari upplýsingar komi svo fram í áfangaskýrslu/framvinduskýrslu/lokaskýrslu.

Date 2012-10-05 Filesize 699.88 KB Download 483

Umsókn um leyfi vegna myndatöku

Ljósmynda- og kvikmyndatökur eru almennt heimilaðar í og við fornleifar á Íslandi. Ljósmynda- og kvikmyndataka í atvinnuskyni er þó háð samþykki Fornleifaverndar ríkisins. Senda skal inn skriflega umsókn til minjavarðar viðeigandi minjasvæðis, sjá www. fornleifavernd.is.

Date 2012-10-05 Filesize 200.37 KB Download 422

 

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is