- Fornleifavernd ríkisins lýsir þeim vilja að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Það er vilji Fornleifaverndar ríkisins að jafnréttisstefnan sé sýnileg og virk í framkvæmd
- Jafnréttisstefna Fornleifaverndar ríkisins felur í sér að virða beri ákvæði laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við ráðningar í störf. Hvorki skal mismuna umsækjendum né starfsmönnum eftir kynferði né mismuna þeim á nokkurn hátt um vinnuaðstæður og vinnuskilyrði
- Jafnréttismál og leiðir til að vinna að jöfnun á stöðu kynjanna skulu vera virkur þáttur í starfsmannastefnu Fornleifaverndar ríkisins. Leitast skal við að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna
- Þess skal gætt að laus störf hjá Fornleifavernd ríkisins séu auglýst í samræmi við lög nr. 70/1996, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisns
- Gætt skal jafnréttissjónarmiða þegar ráðið er í stöður. Það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfshópi skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningar í störf þegar umsækjendur eru jafnhæfir
- Við úthlutun verkefna skal þess gætt að bæði kynin eigi jafna möguleika innan stofnunarinnar. Þá skal þess gætt við tilfærslu í störfum og við uppsagnir að kynjum sé ekki mismunað
- Gæta skal þess að konur og karlar njóti sambærilegra kjara og starfsaðstæðna sbr. lög nr. 10/2008 (lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla). Það telst þó ekki mismunum að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar og barnsburðar
- Starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins skulu eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma þar sem því verður við komið
- Fornleifavernd ríkisins leggur áherslu á að starfsmenn geti samræmt kröfur sem gerðar eru til starfsins við fjölskylduábyrgð
- Stefna Fornleifaverndar ríkisins er sú að starfsmönnum líði vel á vinnustað og geti einbeitt sér að starfinu á vinnutíma og einkalífinu utan vinnutíma
- Til þess að slíkt sé mögulegt er reynt að koma til móts við starfsmenn í þessum efnum eins og kostur er og aðstæður á vinnustað leyfa.
- Í boði er endurskoðun á starfshlutfalli og tilfærslu milli starfseininga og er hægt að skoða slíkt til lengri eða skemmri tíma.
- Starfsmaður á rétt á sveigjanlegum vinnutíma sbr. 13.gr. laga nr. 70/1996 ( lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins).