Í dag skiptist starf Fornleifaverndar ríkisins í nokkur starfssvið. Fyrst má nefna umhverfismál og skipulagsmál en Fornleifavernd er umsagnaraðili í umhverfismati og tekur virkan þátt í skipulagsferli sveitarfélaganna. Þá hefur Fornleifavernd eftirlit með kirkjugripum í kirkjum landsins, minningarmörkum í kirkjugörðum og vinnur að því að efla öryggismál kirkna.
Eitt starfssvið Fornleifaverndar eru skráningarmál en stofnunin vinnur að því að samræma skráningu fornleifa í landinu, skapa heildaryfirsýn yfir skráðar fornleifar, halda skrá um friðlýstar fornleifar, minningarmörk og kirkjugripi. Minjaverðir vinna svo þvert á öll svið og deildir á sínum minjasvæðum.
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is