Þú ert hér:Forsíða»Minjastofnun Íslands»Starfssvið»Starfssvið

Starfssvið

Í dag skiptist starf Fornleifaverndar ríkisins í nokkur starfssvið. Fyrst má nefna umhverfismál og skipulagsmál en Fornleifavernd er umsagnaraðili í umhverfismati og tekur virkan þátt í skipulagsferli sveitarfélaganna. Þá hefur Fornleifavernd eftirlit með kirkjugripum í kirkjum landsins, minningarmörkum í kirkjugörðum og vinnur að því að efla öryggismál kirkna.

Eitt starfssvið Fornleifaverndar eru skráningarmál en stofnunin vinnur að því að samræma skráningu fornleifa í landinu, skapa heildaryfirsýn yfir skráðar fornleifar, halda skrá um friðlýstar fornleifar, minningarmörk og kirkjugripi. Minjaverðir vinna svo þvert á öll svið og deildir á sínum minjasvæðum.

Print

Minjaverðir hafa umsjón með menningarminjum á minjasvæðinu og vinna að verndun þeirra, skráningu og kynningu og hafa með þeim eftirlit.  Minjaverðir leitast við að kynna almenningi, sveitarstjórnum, skipulagsaðilum og öðrum þeim er málið kann að varða, þjóðminjalög, reglugerðir og réttar stjórnsýsluleiðir varðandi umhverfismat og skipulagsmál.  Mikilvægt er að minjaverðir séu í góðu samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, ekki síst í tengslum við skipulagsmál, en minjavörður veitir aðstoð og upplýsingar í tengslum við skráningu og varðveislu fornleifa.  Minjaverðir hafa einnig með hús að gera, en samkvæmt 6. gr. laga nr. 104 um húsafriðun, frá 31. maí 2001, ber eigendum friðaðra húsa og húsa sem reist eru fyrir 1918 að leita álits hjá minjaverði og húsafriðunarnefnd ef ráðist skal í breytingar á þeim.

Lesa nánar: Minjaverðir
 
Print

Umsjón með skipulagsmálum:

Agnes Stefánsdóttir deildarstjóri, sími 555 6633,   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Minjaverðir viðkomandi svæða

Hvað eru fornleifar?
Fornleifar eru hvers kyns leifar mannvirkja og annarra staðbundinna minja, 100 ára og eldri, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Dæmi um fornleifar eru hvers kyns húsaleifar, vinnustaðir til sjávar og sveita, gömul, tún, vegir, þingstaðir, áletranir, greftrunarstaðir úr heiðnum og kristnum sið, skipsflök o.s.frv.

Lesa nánar: Skipulagsmál
 
Print

Umsjón með málaflokknum:

Gunnar Bollason, verkefnisstjóri, sími 5556632,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Minjaverðir viðkomandi svæða

Skráningarstarf
Fimmti kafli þjóðminjalaga nr. 107 frá 31. maí 2001 fjallar um kirkjugripi og minningarmörk. Í lögunum kemur meðal annars fram að forstöðumaður Fornleifaverndar ákveður í samráði við þjóðminjavörð friðlýsingu og varðveislu kirkjugripa í kirkjum landsins sem hann telur friðunarverða vegna sögulegs eða listræns gildis þeirra. Gripir hverrar kirkju sem friðlýstir eru skulu skráðir sérstaklega. Einnig er kveðið á um að forstöðumaður friðlýsi þá legsteina eða  önnur  minningarmörk í kirkjugörðum sem hann telur rétt að vernda vegna sögulegs eða listræns gildis þeirra. Samkvæmt lögunum eru kirkjugripir og minningarmörk sem tekin eru á friðlýsingarskrá friðhelg og er óheimilt að raska þeim eða spilla. Fram kemur einnig að Fornleifavernd ríkisins skuli halda nákvæmar skrár yfir minningarmörk og skulu minningarmörk í hverjum kirkjugarði skráð sérstaklega. Skrár þessar lætur Fornleifavernd í té sóknarprestum, próföstum og sóknarnefndum sem hlut eiga að máli.

Lesa nánar: Kirkjugripir og minningarmörk
 
Print

 

Umsjón með málaflokknum:

Kristinn Magnússon deildarstjóri, sími 5556634,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Minjaverðir viðkomandi svæða

Markmið laga um umhverfismat er m.a. að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem kann vegna staðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.  Menningarminjar  eru einn þeirra þátta sem teknir eru til skoðunar í umhverfismati.

 

Lesa nánar: Umhverfismat
 

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is