Print

 

Umsjón með málaflokknum:

Kristinn Magnússon deildarstjóri, sími 5556634,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Minjaverðir viðkomandi svæða

Markmið laga um umhverfismat er m.a. að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem kann vegna staðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.  Menningarminjar  eru einn þeirra þátta sem teknir eru til skoðunar í umhverfismati.

 

Umsagnaraðili

Fornleifavernd ríkisins er umsagnaraðili um menningarminjar í umhverfismati.  Stofnunin veitir Skipulagsstofnun umsögn um hvort fjallað sé á fullnægjandi hátt um menningarminjar í matsferlinu, tilgreinir hvað þarf að kanna frekar og bendir á mögulegar mótvægisaðgerðir, séu minjar á framkvæmdasvæði.

Fornleifaskráning

Skráðar upplýsingar um fornleifar eru forsenda þess að Fornleifavernd ríkisins geti veitt Skipulagsstofnun umsagnir. Skráning fornleifa hefur aðeins farið fram á litlum hluta landsins og því er algengt að skrá þurfi fornleifar vegna framkvæmda sem eru til umfjöllunar vegna matsskyldu eða eru umhverfismatsskyldar.

Allra hagur

Það er augljós hagur fræðimanna, þeirra sem vinna í ferðaþjónustu og alls almennings að fornleifar séu skráðar.  En það er ekki síður hagur þeirra sem stýra hvers konar framkvæmdum að fá umsögn um fornleifar á tilteknu svæði.  Með því má minnka stórlega líkur á að finnist, öllum að óvörum, fornleifar sem nauðsynlegt verður að rannsaka.  Auk kostnaðar við fornleifarannsóknir geta tafir á framkvæmdum haft mikinn kostnað í för með sér.

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is