Deildarstjóri skipulagsmála
555 6633
Menntun:
Agnes las sagnfræði við Háskóla Íslands veturinn 1990-1991. Fil.cand. í fornleifafræði við Háskólann í Lundi, Svíþjóð janúar 1996. Fil.mag. í fornleifafræði við Háskólann í Lundi janúar 1997.
Starfságrip:
Agnes tók þátt í rannsókn á stórsteinagröf frá steinöld á Skáni í Svíþjóð, 1994 og rannsókn á steinaldarbúsetu á Skáni í Svíþjóð, 1995. Fornleifarannsókn á Bessastöðum á vegum Þjóðminjasafns Íslands, undir stjórn Hildar Gestsdóttur og Sigurðar Bergsteinssonar, sumarið 1995. Fornleifarannsókn á Hólmi í Laxárdal á vegum Sýslusafns Austur-Skaftafellssýslu undir stjórn Bjarna Einarssonar 1997.
Agnes starfaði sem fornleifafræðingur á Þjóðminjasafni Íslands frá 01.01.1998 til 30.10.2001. Helstu verkefni þar voru umsjón með skipulagsmálum og fornleifaskráningu. Hún hefur unnið við fornleifaskráningu Járngerðarstaða og Staðs í Grindavík, Mosfellsbæjar auk smærri skráningarverkefna.
Sem starfsmaður Þjóðminjasafns tók Agnes einnig þátt í ýmsum fornleifarannsóknum á vegum safnsins. Stjórnaði rannsókn á kjallara Gudmans Minde á Akureyri 1997. Fornleifauppgröftur í Reykholti undir stjórn Guðrúnar Sveinbjarnardóttur 1998, 1999 og 2001. Rannsókn á Eiríksstöðum í Haukadal 1998 undir stjórn Guðmundar Ólafssonar. Rannsókn á Beinahelli í Hallmundarhrauni 2001. Stjórnaði rannsókn á mannvistarleifum undir gömlu kirkjunni í Reykholti ásamt Kristni Magnússyni 2001.