Á árinu 2000 urðu tveir stórir jarðskjálftar á Suðurlandi. Á þeim tíma voru friðlýstar fornleifar í umsjá Þjóðminjasafns Íslands. Með breytingu á þjóðminjalögum 2001 var Fornleifavernd ríkisins komið á fót og umsjáin fluttist yfir til þeirrar stofnunar. Í kjölfar jarðskjáftanna aflaði Þjóðminjasafnið upplýsinga hjá landeigendum um hvort skemmdir hefðu orðið á hellunum í skjálftunum. Í ljós kom að víða höfðu hellar skemmst og hleðslur í þeim hrunið. Hjá mörgum landeigendum kom einnig fram að hellar í þeirra landi hefðu látið á sjá í gegnum tíðina og viðhaldi verið illa sinnt. Þjóðminjasafnið sótti um styrk til ríkissjóðs til að gera úttekt á ástandi hellanna og til viðgerða á þeim sem skemmst höfðu af völdum jarðskjálftanna. Veittur var styrkur að upphæð 4,8 millj. kr. í lok árs 2002 sem rann til Fornleifaverndar ríkisins. Úttekt var gerð af starfsmönnum Fornleifaverndar ríkisins, Agnesi Stefánsdóttur og Kristni Magnússyni, sumarið 2003.
|
|
Data
|
Stærð |
3.12 MB |
Niðurhal |
224 |
Language |
|
License |
|
Höfundur |
|
Website |
|
Price |
|
Stofnað |
2012-10-05 11:34:47 |
Sett inn af |
solborg |
Changed at |
2012-10-05 12:01:52 |
Modified by |
solborg |
|
|