Fornleifasjóður
Fornleifasjóður úthlutar styrkjum til fornleifarannsókna, forvörslu, minjaverndar, fornleifaskráningar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins metur styrkhæf. Tilgangur sjóðsins er stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum.
|
Íslenska vitafélagið
Áhugafélag um vita og strandmenningu.
|
Norræni menningarsjóðurinn
Norræni menningarsjóðurinn hefur að markmiði að stuðla að aukinni þátttöku almennings í norrænu menningarsamstarfi og stuðla að þróun menningarlífs á Norðurlöndum, nýsköpun, tilraunastarfi og þverfaglegu samstarfi.
|
Letterstedtski sjóðurinn
Letterstedtski sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða.
|
Félag íslenskra fornleifafræðinga
Félag íslenskra fornleifafræðinga (FÍF) var stofnað 14. ágúst 1992. Félagið er fagfélag og skilyrði fyrir inngöngu er að hafa lokið háskólaprófi með fornleifafræði sem aðalgrein.
Nemar í fornleifafræði fá aukaaðild að félaginu með fullan þátttökurétt í öllum félagsstörfum, en án atkvæðisréttar.
Félagsgjald er 2.000 kr. á ári fyrir fulla aðild en ekkert félagagjald er fyrir aukaaðild.
|