Fornleifavernd ríkisins heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra. Ákvörðunum Fornleifaverndar má skjóta til sérstakrar málskotsnefndar, Fornleifanefnd. Í dag vinna ellefu manns hjá Fornleifavernd ríkisins á sex starfsstöðum (Reykjavík, Stykkishólmi, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Skógum). Stofnuninni er best lýst með svokölluðu fléttuskipulagi. Fyrir hverjum málaflokki fer deildarstjóri sem ætlað er að samræma aðgerðir og verklag á landsvísu. Minjaverðir vinna svo þvert á alla málaflokka. Öll stoðstarfsemi, eins og fjármálastjórn, er á hendi forstöðumanns, enda stofnunin fámenn. Í dag skiptast deildir eða málaflokkar í umhverfismál, skipulagsmál, skráningarmál og kirkjuminjar. Á landinu starfa svo minjaverðir fyrir Suðurland, Austurland, Norðurland eystra, Norðurland vestra og Vesturland. Minjaverðir Norðurland vestra og Vesturlands skipta með sér Vestfjörðum tímabundið. Deildarstjóri skipulagsmála hefur umsjón með Reykjanesi.
Siglunes
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is