Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Fréttir»Starf arkitekts við Minjastofnun Íslands

Starf arkitekts við Minjastofnun Íslands

Föstudagur, 18 Janúar 2013 12:04

Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf arkitekts.

Ábyrgð og verksvið:

Arkitekt vinnur að mótun stefnu Minjastofnunar Íslands í húsvernd í samráði við Húsafriðunarnefnd sbr. ákvæði laga nr. 80/2012. Hann veitir umsagnir vegna breytinga og viðhalds húsa sem falla undir lög nr. 80/2012 og fer með umsjón, eftirlit og/eða eftirfylgni framkvæmda vegna húsa sem njóta styrkja úr Húsafriðunarsjóði. Arkitekt veitir einstaklingum og framkvæmdaaðilum ráðgjöf um húsvernd og hefur umsjón með húsaskrá Minjastofnunar Íslands..

Menntunar-  og hæfniskröfur:

Leitað er eftir einstaklingi með háskólaprófi á sviði arkitektúrs/byggingalistar. Reynsla af störfum við byggingasögurlegar rannsóknir, endurbyggingu eldri húsa og minjavernd æskileg. Tölvuþekking og færni til að vinna með gagnagrunna og upplýsingakerfi nauðsynleg. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum skilyrði. Krafa um góða kunnáttu í íslensku, ensku og helst einu Norðurlandamáli, jafnt töluðu sem rituðu máli.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Umsókn með ferilskrá sendist Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 2. febrúar n.k. Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) í síma  5556630. 

Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun sem fer með umsýslu fornleifa-og húsverndar, og fer með leyfisveitingar vegna flutnings menningarminja úr landi í umboði mennta- og menningarmálaráðherra. Minjastofnun Íslands starfar á grundvelli laga nr. 80/2012 og 57/2011.

Sjá auglýsingu á starfatorg.is.

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is