Fimmtudaginn 26. janúar hófst ný fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012 sem að þessu sinni ber yfirskriftina: Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði
Á næstu vikum munu 11 fræðimenn flytja fjölbreytileg erindi sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um nýlegar rannsóknir á seljum eða á býlum í úthögum – eða skilin þar á milli. Tveir til þrír fræðimenn flytja fyrirlestra hvert kvöld og á eftir verða umræður og spurningar. Fyrirlestrarnir verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum og hefjast klukkan 20.00. Þeir verða haldnir í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.
Evrópski menningarminjadagurinn verður haldinn hér á landi fimmtudaginn 8. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er menningarlandslag. Eftirfarandi viðburðir verða í boði Fornleifaverndar ríkisins á deginum:
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, Æðarrækt á Íslandi
Íslenska vitafélagið - félag um íslenska strandmenningu stendur fyrir fræðslukvöldi í fyrirlestraröðinni Spegill fortíðar- silfur framtíðar á þriðjudaginn kemur í Sjóminjsafninu Víkinni, Grandagarði.
Fornleifaþing 18. nóvember 2011
Um þessar mundir eru tíu ár frá því að Fornleifavernd ríkisins hóf störf. Stofnunin stendur á tímamótum og mun væntanlega verða hluti nýrrar minjavörslustofnunar frá áramótum 2013. Vegna afmælisins og tímamótanna blæs Fornleifaverndin til þings í salnum Yale, á 2. h. á Hótel Sögu föstudaginn 18. nóvember frá kl. 13.00 til 17.00. Þar er ætlunin að líta örlítið yfir farinn veg, en fyrst og fremst að horfa til framtíðar og viðra þá möguleika og tækifæri sem liggja grafin í íslenskum fornleifum. Efni þingsins er: Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur ?
Fimmtudaginn 26. janúar hófst ný fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012 sem að þessu sinni ber yfirskriftina: Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði
Á næstu vikum munu 11 fræðimenn flytja fjölbreytileg erindi sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um nýlegar rannsóknir á seljum eða á býlum í úthögum – eða skilin þar á milli. Tveir til þrír fræðimenn flytja fyrirlestra hvert kvöld og á eftir verða umræður og spurningar. Fyrirlestrarnir verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum og hefjast klukkan 20.00. Þeir verða haldnir í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.