Þú ert hér:Forsíða»Minjastofnun Íslands»Starfssvið»Skipulagsmál

Starfssvið

Print

Umsjón með skipulagsmálum:

Agnes Stefánsdóttir deildarstjóri, sími 555 6633,   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Minjaverðir viðkomandi svæða

Hvað eru fornleifar?
Fornleifar eru hvers kyns leifar mannvirkja og annarra staðbundinna minja, 100 ára og eldri, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Dæmi um fornleifar eru hvers kyns húsaleifar, vinnustaðir til sjávar og sveita, gömul, tún, vegir, þingstaðir, áletranir, greftrunarstaðir úr heiðnum og kristnum sið, skipsflök o.s.frv.

 

Hvers vegna fornleifaskráning
Fornleifar eru verðmæti sem nauðsynlegt er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Með því að taka tillit til fornleifa strax í upphafi skipulagsvinnu er hægt að komast hjá óþarfa töfum og tilkostnaði þegar farið er af stað í framkvæmdir.

Svæðisskipulag
Í svæðisskipulagi er mörkuð sú stefna sem tvö eða fleiri sveitarfélög hyggjast fylgja í þróun svæðisins. Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir fornleifum í þessari stefnumörkun. Hvernig passa fornleifar inn í skipulagið? Hvernig er hægt að nýta þær til góðs fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og gesti?

Aðalskipulag
Við aðalskipulag er yfirlitsskráning gerð á fornleifum með heimilda- og vettvangskönnun, þar sem minjar eru staðsettar með GPS tæki eða á hnitsetta loftmynd af svæðinu. Þar sem aðalskipulag er notað sem grunnur fyrir deiliskipulag er mjög mikilvægt að sem bestar upplýsingar komi fram í aðalskipulagi. Með því að skrá fornleifar fyrir aðalskipulag er hægt að skipuleggja fram hjá fornleifunum á deiliskipulagsstigi. Ef hins vegar fornleifar koma í ljós við deiliskipulag eða jafnvel þegar framkvæmdir eru byrjaðar þarf að fara út í mun viðameiri og kostnaðasamari könnun á þeim.

Deiliskipulag
Ýtarleg fornleifaskráning fer fram í sambandi við deiliskipulag viðkomandi svæðis. Skýrsla er gefin út að skráningu lokinni þar sem uppmæling, teikning og nánari lýsing fylgir hverri rúst. Ef ljóst þykir að fornleifar raskist vegna framkvæmda skal sveitarfélag eða framkvæmdaaðili hafa samband við Fornleifavernd ríkisins með hæfilegum fyrirvara. Fornleifavernd ríkisins ákveður hvort rannsóknar er þörf, hvort friðlýsa beri viðkomandi stað eða hvort fornleifarnar megi víkja og þá með hvaða skilmálum.

Friðlýstar fornleifar
Eru fornleifar sem hafa verið friðlýstar sérstaklega með þinglýsingu.  Friðlýstar fornleifar skulu færðar á skipulagskort.

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is