Minjaverðir hafa umsjón með menningarminjum á minjasvæðinu og vinna að verndun þeirra, skráningu og kynningu og hafa með þeim eftirlit. Minjaverðir leitast við að kynna almenningi, sveitarstjórnum, skipulagsaðilum og öðrum þeim er málið kann að varða, þjóðminjalög, reglugerðir og réttar stjórnsýsluleiðir varðandi umhverfismat og skipulagsmál. Mikilvægt er að minjaverðir séu í góðu samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, ekki síst í tengslum við skipulagsmál, en minjavörður veitir aðstoð og upplýsingar í tengslum við skráningu og varðveislu fornleifa. Minjaverðir hafa einnig með hús að gera, en samkvæmt 6. gr. laga nr. 104 um húsafriðun, frá 31. maí 2001, ber eigendum friðaðra húsa og húsa sem reist eru fyrir 1918 að leita álits hjá minjaverði og húsafriðunarnefnd ef ráðist skal í breytingar á þeim.
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is