Útskálar í Sveitarfélaginu Garði. Könnunarskurðir vegna framkvæmda í þúst norðan við bæjarhól Útskála. Ábyrgðaraðili: Guðrún Alda Gísladóttir, Fornleifastofnun Íslands Ses. Leyfi veitt 10. janúar 2006.
Lambhagi í Reykjavík. Könnunarskurðir vegna framkvæmda við ræsi nálægt bæjarstæði Lambhaga. Ábyrgðaraðili: Anna Lísa Guðmundsdóttir, Minjasafni Reykjavíkur. Leyfi veitt 16. janúar 2006.
Þórusel, Vatnsleysustrandarhreppi. Könnunarskurðir til að reyna að staðsetja svokallað Þórusel vegna framkvæmda við Reykjanesbraut. Ábyrgðaraðili: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands Ses. Leyfi veitt 1. febrúar 2006.
Staður í Hrútafirði, Húnaþingi vestra. Könnunarskurður í stekkjartóft vegna vegaframkvæmda. Ábyrgðaraðili: Guðný Zoëga, Byggðasafni Skagfirðinga. Leyfi veitt 2. febrúar 2006.
Kalkofnsvegur í Reykjavík. Könnunarskurðir vegna framkvæmda við Tónlistar og ráðstefnuhús. Ábyrgðaraðili: Anna Lísa Guðmundsdóttir, Minjasafni Reykjavíkur. Leyfi veitt 3. mars 2006.
Hásteinsvegur 8, Stokkseyri. Könnunarskurðir vegna framkvæmda í mögulegan rústahól. Ábyrgðaraðili: Howell M. Roberts, Fornleifastofnun Íslands Ses. Leyfi veitt 10. apríl 2006.
Skálavík í landi Minnibakka/Kálfeyri við Önundarfjörð. Könnunarskurðir við verstöðvar. Ábyrgðaraðili: Ragnar Edvardsson. Leyfi veitt 10. apríl 2006.
Arnarnesland-Akraland, Garðabæ. Fornleifarannsókn á tóft vegna framkvæmda við íbúðarhverfi. Ábyrgðaraðili: Ragnheiður Traustadóttir. Leyfi veitt 10. apríl 2006.
Læknesstaðir og Skoruvík á Langanesi, Norður-Þingeyjarsýslu.Könnunarholur og skurðir í þrennar mögulegar tóftir á landamerkjum Læknesstaða og Skoruvíkur. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 4. maí 2006.
Tónlistar og ráðstefnuhús í Reykjavík. Könnunarskurðir vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Howell M. Roberts, Fornleifastofnun Íslands Ses. Leyfi veitt 12. maí 2006.
Högnastaðir á Flúðum í Hrunamannahreppi. Könnunarskurðir vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands Ses. Leyfi veitt 12. maí 2006.
Skálholt í Bláskógabyggð. Framhaldsrannsókn á biskupssetri. Ábyrgðaraðili: Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 18. maí 2006.
Kirkjubæjarklaustur í Skaftárhreppi. Framhaldsrannsókn á nunnuklaustri. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 18. maí 2006.
Nesstofa, Seltjarnarnesi.Vegstæði að Nesstofusafni. Uppgröftur vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Guðmundur Ólafsson, Þjóðminjasafni Íslands. Leyfi veitt 23. maí 2006
Sólheimar í Landbroti, V-Skaftafellssýslu. Fornleifarannsókn á meintum landnámsskála. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 23. maí 2006.
Reykholt í Borgarfirði. Framhaldsrannsókn á gamla kirkjustæði Reykholtskirkju. Ábyrgðaraðili: Guðrún Sveinbjarnardóttir, Þjóðminjasafni Íslands. Leyfi veitt 23. maí 2006.
Þingvellir við Öxará. Framhaldsrannsókn á þingstaðnum. Ábyrgðaraðili: Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 23. maí 2006.
Hrísheimar í Skútustaðahreppi. Framhaldsrannsókn á öskuhaug við bæjarstæði. Ábyrgðaraðili: Ragnar Edvardsson, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 23. maí 2006.
Bær í Öræfum, A-Skaftafellssýslu. Framhaldsrannsókn á bæ undir Salthöfða. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 23. maí 2006.
Hof í Vopnafirði. Rannsókn vegna framkvæmda, á tóft innan kirkjugarðs. Ábyrgðaraðili: Steinunn Kristjánsdóttir. Leyfi veitt 23. maí 2006.
Skálanes í Seyðisfirði. Fornleifarannsókn á meintum skála. Ábyrgðaraðili: Steinunn Kristjánsdóttir. Leyfi veitt 23. maí 2006.
Hólmur í Nesjum, A-Skaftafellssýslu. Rannsókn á skála. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 2. júní 2006.
Arnórsstaðamúli í landi Skjöldólfsstaða, Jökuldal. Rannsókn á tóft vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 2. júní 2006.
Gröf í Öræfum, A-Skaftafellssýslu. Rannsókn á mögulegu bænhúsi. Prufuskurðir. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 2. júní 2006.
Mosfellssveit. Hrísbrú, Leirvogur og Borg. Framhaldsrannsókn á kirkju og álagahól Ábyrgðaraðili: Jesse Byock, UCLA. Leyfi veitt 2. júní 2006.
Vindás í Öræfum. Rannsókn á meintu bæjarstæði. Prufuskurðir. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 2. júní 2006.
Skriðuklaustur í Fljótsdal. Framhaldsrannsókn á munkaklaustri. Ábyrgðaraðili: Steinunn Kristjánsdóttir. Leyfi veitt 2. júní 2006.
Túngarður í landi Nausta, Akureyri. Rannsókn á túngarði vegna framkvæmda Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 15. júní 2006.
Ytra-Gerði í landi Narfastaða, S-Þingeyjarsýslu. Rannsókn á bæjarstæði. Ábyrgðaraðili: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 15. júní 2006.
Hofstaðir í Mývatnssveit. Framhaldsrannsókn. Öskuhaugur. Ábyrgðaraðili: Gavin Lucas, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 15. júní 2006.
Gásir í Hörgárbyggð. Framhaldsrannsókn á verslunarstað. Ábyrgðaraðili: Howell Magnús Roberts, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 15. júní 2006.
Dysjar og gerði við Hvamma austan Staðarár í Skagafirði. Ábyrgðaraðili: Guðný Zoëga, Byggðasafni Skagfirðinga. Leyfi veitt 15. júní 2006.
Ráeyri við Siglufjörð. Rannsókn á tveimur tóftum vegna framkvæmda við Héðinsfjarðargöng. Ábyrgðaraðili: Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 15. júní 2006.
Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Framhaldsrannsókn á bæjarstæði. Ábyrgðaraðili: Guðrún Alda Gísladóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 26. júní 2006.
Hólar í Hjaltadal. Framhaldsrannsókn í biskupsstól. Ábyrgðaraðili: Ragnheiður Traustadóttir. Leyfi veitt 27. júní 2006.
Traðir í Bolungarvík. Könnunarskurðir vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarð. Ábyrgðaraðili: Ragnar Edvardsson, fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða. Leyfi veitt 7. júlí 2006.
Litlu Núpar í landi Laxamýri í Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu. Könnunarskurðir í garðlög, tóft og möguleg kuml. Ábyrgðaraðili: Howell Magnús Roberts, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 10 júlí 2006.
Kot í Rangárþingi ytra. Könnunarskurðir í rústir sem hafa verið að koma í ljós vegna uppblásturs. Ábyrgðaraðili: Ragnar Edvardsson, fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða. Leyfi veitt 12. júlí 2006.
Möðruvellir í Hörgárdal. Rannsókn á öskuhaugi. Ábyrgðaraðili: Howell Magnús Roberts, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 12 júlí 2006.
Sveigakot í landi Grænavatns í Mývatnssveit. Framhaldsrannsókn á bæjarstæði. Ábyrgðaraðili: Orri Vésteinsson, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 12 júlí 2006.
Þingey og Skuldaþingsey í Skjálfandafljóti, S-Þingeyjarsýslu.Framhaldsrannsókn á þingstöðum. Ábyrgðaraðili: Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 12 júlí 2006.
Forn garðlög í Suður Þingeyjarsýslu. Framhaldsrannsókn, garðlög í landi Rauðuskriðu, Hamra, Helgastaða, Pálmholts, Múlatorfu og Bjarnastaða. Ábyrgðaraðili: Oscar Aldred, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 12 júlí 2006.
Strandstaður Jamestown, Reykjanesi. Neðansjávarrannsókn í þeim tilgangi að ná upp akkeri timburflutningaskipsins Jamestown sem strandaði við Reykjanes í lok 19. aldar. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 12. júlí 2006.
Dysnes í Landi Syðri Bakka í Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu. Rannsókn á mögulegum kumlum. Ábyrgðaraðili: Rúnar Leifsson, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 18. júlí 2006.
Rannsókn á kumlum og mannvirkjum í Hringsdal, Ketildalshreppi, Vestur Barðastrandasýslu. Ábyrgðaraðili: Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 31. júlí 2006.
Sjónarhólskofi við Foldakvísl, Fljótsdalsafrétti, Norður Múlasýslu. Rannsókn vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Steinunn Kristjánsdóttir. Leyfi veitt 31. júlí 2006.
Búðarárbakki í Hrunamannahreppi. Framhaldsrannsókn á 17. aldar býli. Ábyrgðaraðili: Kristján Mímisson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 4. ágúst 2006.
Rannsókn á minjum í landi Nausta, Akureyri. Rannsókn vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofan ehf. Leyfi veitt 10. ágúst 2006.
Leirvogstunga í Mosfellsbæ. Rannsókn vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. Leyfi veitt 10. ágúst 2006.
Strákatangi í Hveravík í landi Kleifa í Kaldrananeshreppi. Framhaldsrannsókn á minjum eftir hvalveiðar Baska. Ábyrgðaraðili: Ragnar Edvardsson, fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða. Leyfi veitt 27. september 2006.
Forn grafreitur við Glerá á Akureyri. Rannsókn vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands Ses. Leyfi veitt 2. október 2006.
Kirkjugarður á Hvanneyrarhól, Siglufirði. Könnunarskurðir til að kanna umfang og legu kirkjugarðsins. Vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Guðný Zoëga, Byggðasafni Skagfirðinga. Leyfi veitt 2. október 2006.
Tröð í Bolungarvík. Rannsókn vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Ragnar Edvardsson, fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða. Leyfi veitt 5. október 2006.
Tónlistar og ráðstefnuhús í Reykjavík. Rannsókn vegna framkvæmda. Ábyrgðaraðili: Oscar Aldred, Fornleifastofnun Íslands Ses. Leyfi veitt 2. nóvember 2006.