Fornleifavernd ríkisins hefur veitt leyfi til 41 fornleifarannsókna. Rannsóknirnar má sjá hér að neðan flokkaðar eftir landshlutum.
Reykjavík og nágrenni
Rannsókn á þremur meintum fornleifum í landi Úlfarsár í Reykjavík. Rannsókn vegna framkvæmda. Forkönnun í landi Úlfarsár vegna íbúðabyggðar þar. Stjórnandi: James Stuart Taylor, MA., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 26. - 28. maí.
- Þingnes við Elliðavatn á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Framhaldsrannsókn. Liður í þjálfun nemenda í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Rannsókn á meintum þingstað Kjalarnessþings. Stjórnandi Guðmundur Ólafsson, Fil.kand. Þjóðminjasafn Íslands. Áætlaður rannsóknartími: 16. - 20. maí.
- Aðalstræti 10 í Reykjavík. Rannsókn vegna framkvæmda. Forkönnun á lóðinni við Aðalstræti vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Stjórnandi: Howell Magnús Roberts, BA. Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: Unnið samhliða framkvæmdum sem hófust í febrúar 2005.
- Sæbraut við Laugarnes í Reykjavík. Rannsókn vegna framkvæmda. Prufuskurðir. Stjórnandi: Hildur Gestsdóttir, MA. Fornleifastofnun Íslands ses.
- Hrísbrú og Leirvogur, Mosfellsbæ. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á kirkju og kirkjugarði við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal. Gerð verður fornleifakönnun í Leirvogi og teknir prufuskurðir. Stjórnandi Jesse Byock, Ph.D., Cotsen Institute of Archaeology, UCLA. Áætlaður rannsóknartími ótilgreindur.
- Nesstofa á Seltjarnarnesi. Rannsókn á minjum umhverfis Nesstofu vegna framkvæmda. Stjórnandi: Guðmundur Ólafsson, Fil.kand. Þjóðminjasafn Íslands. Áætlaður rannsóknartími: mars/apríl.
- Fornleifar nr. 117-118 í Reykjanesbæ. Stjórnandi: Bjarni F. Einarsson, Fil. dr. Fornleifafræðistofan. Unnið vorið 2005.
- Prestsetrið í Útskálum í Garði. Könnunarrannsókn til þess að athuga hvort að forn mannvistarlög reynist í sniðum skurðar vegna endurbætur á prestsetrinu. Stjórnandi Guðrún Alda Gísladóttir, MA., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 22 ágúst – 27. ágúst.
Vesturland
- Reykholtssel í Kjarrdal. Seljabúskapur á miðöldum og fyrri hluta nýaldar. Verkefnið beinist að rannsóknum á seljum og gildi seljabúskapar fyrir stórbýli og reynt verður að svara spurningunni af hverju þau lögðust af. Stjórnandi: Guðrún Sveinbjarnardóttir PhD., University College London. Áætlaður rannsóknartími 4. júlí til 8.júlí.
- Reykholt í Borgarfirði, Borgarfjarðarsveit. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á kirkju. Stjórnandi Guðrún Sveinbjarnardóttir PhD., Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími 30. maí til 1. júlí.
Vestfirðir
- Grettislaug á Reykhólum. Markmið uppgraftarins er að afla upplýsinga um það mannvirki sem kallað er Grettislaug. Stjórnandi: Guðrún Alda Gísladóttir, MA., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 4. júlí til 8. júlí.
- Kuml hjá Brjánslæk á Barðaströnd. Tilgangur rannsóknarinnar er að ganga annars vegar úr skugga um hvort meint kuml sé forn grafreitur og hins vegar hvort þúst á nesi fyrir norðan kumlið sé manngerð eða náttúrumyndun. Stjórnandi: Adolf Friðriksson, M. Phil., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 1-2 daga í júní.
- Kuml við Berufjörð á Barðaströnd. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka við heimildir um kumlateigana í Berufirði og reyna að bæta lýsingar á grafargerð. Fyrirhugað er að gera rannsóknir á einum fimm stöðum á kumlateignum. Stjórnandi: Adolf Friðriksson, M.Phil. Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 7 daga í júní.
- Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á bæjarstæði Vatnsfjarðar. Stjórnandi Ragnar Edvardsson, MA/Mphil, Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 26. júní til 24. júlí.
- Strákatangi í Hveravík, Kleifum, Kaldrananeshreppi. Rannsókn á hvalveiðistöð Baska. Stjórnandi: Ragnar Edvardsson, MA/Mphil, Náttúrustofu Vestfjarða. Áætlaður rannsóknartími: September – október 2005.
Norðurland
- Þústir á Reiðmel á Kálfaskinni á Árskógsströnd. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvort þústir á Reiðmel séu kuml eða náttúrumyndun. Ef þústirnar reynast kuml verða þau rannsökuð nánar til þess að afla nákvæmar upplýsingar um kumlagerðir við reiðleiðir. Stjórnandi: Adolf Friðriksson, M.Phil. Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 8 daga í júní-júlí.
- Möðruvellir í Eyjafirði. Rannsókn vegna framkvæmda. Sniðskurður í garð við fyrirhugað vegarstæði í landi Möðruvalla. Stjórnandi: Howell M. Roberts B.A., Fornleifastofnun Íslands. Áætlaður rannsóknartími fyrir 20. til 25. júní.
- Hrísey í Eyjafirði. Rannsókn vegna framkvæmda. Stjórnandi: Garðar Guðmundsson. Fornleifastofnun Íslands ses. Áætlaður rannsóknartími: júní.
- Gásir við Eyjafjörð. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á verslunarstað frá miðöldum ásamt kirkju og kirkjugarði. Stjórnandi: Howell M. Roberts B.A., Fornleifastofnun Íslands. Áætlaður rannsóknartími 10. júlí-3. ágúst. http://www.gasir.is
- Hrísheimar í landi Baldursheims, Skútustaðahreppi. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á bæjarstæði. Stjórnandi Ragnar Edvardsson, MA/Mphil, Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 18. júlí til 12. ágúst. http://www.instarch.is/
- Þingey í Skjálfandafljóti. Rannsókn á aldri og hlutverki sýnilegra fornleifa í Þingey. Einnig að athuga hvort að minjar leynist víðar en þar sem sjá má forn mannvirki á yfirborði. Stjórnandi Adolf Friðriksson MPhil., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími 10. daga á tímabilinu júní-ágúst.
- Þórutóftir á Laugafellsöræfum. Tilgangur rannsókna er að koma með kenningu um aldur og hlutverk Þórutófta. Áætlað er að grafa könnunarskurði í tóftina til þess að meta dýpt mannvistarlaga. Stjórnandi: Orri Vésteinsson PhD., Háskóli Íslands, Fornleifastofnun Íslands. Áætlaður rannsóknartími. Ótilgreindur. http://www.instarch.is/
- Minjar í Skagafirði. Framhaldsrannsókn. Minjar verða kannaðar með jarðsjá og jafnframt fornleifagrefti á nokkrum stöðum. Stjórnandi: John Steinberg PhD., UCLA,. Áætlaður rannsóknartími: Ótilgreindur.
- Hólar í Hjaltadal. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á biskupsstólnum Hólastað. Stjórnandi: Ragnheiður Traustadóttir fil.kand., Hólaskóli, Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafn Skagfirðinga. Áætlaður rannsóknartími júlí – ágúst. http://holar.is/holarannsoknin
- Hofstaðir í Mývatnssveit . Framhaldsrannsókn. Rannsókn á skála. Stjórnandi Gavin Lucas PhD, Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 11-15. júlí.
- Sveigakot í landi Grænavatns í Mývatnssveit. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á bæjarstæði kotbýlis frá miðöldum. Stjórnandi: Orri Vésteinsson Ph.D, Háskóli Íslands, Fornleifastofnun Íslands. Áætlaður rannsóknartími: 11. júlí – 13. ágúst.
- Sandmúli, Bálsbrekka og Helgastaðir á Króksdal. Uppmæling á rústum og grafnir verða könnunarskurðir. Stjórnandi: Orri Vésteinsson Ph.D, Háskóli Íslands, Fornleifastofnun Íslands. Áætlaður rannsóknartími: Ótilgreindur.
- Fjárskýli í landi Brekku í Núpasveit, og Sveltingi í landi Daðastaða í Öxafjarðarhreppi. Rannsókn vegna framkvæmda ætlunin er að gera könnunarskurði í fjárskýli í landi Brekku í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu og könnunarskurð í veg í Sveltingi í landi Daðastaða í Öxafjarðarhreppi í Norður-Þingeyjarsýslu. Stjórnandi Oscar Aldred, MA., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 24 ágúst - 31 ágúst.
- Kuml á Daðastaðaleiti í landi Lyngbrekku í Reykjadal Suður-Þingeyjarsýslu. Tilgangur rannsóknarinnar er að grafa upp leifar kumls sem hefur verið raskað fyrr á tímum. Stjórnandi Adolf Friðriksson, M.Phil., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 26 ágúst - 27 ágúst.
- Austur- og Vesturdalur í Skagafirði. Rannsókn vegna ritunar Byggðasögu Skagfirðinga. Ætlunin er að taka litla prufuskurði í veggi á utanverðum byggingum á völdum stöðum til þess að kanna aldur og fá staðfestingu að um mannvistaleifar séu um að ræða. Stjórnandi Guðný Zoëga, MSc., Byggðasafn Skagfirðinga. Áætlaður rannsóknartími: júlí/ágúst.
- Dys við Magnavík í landi Valþjófsstaða, Öxarfjarðarhreppi Norður-Þingeyjarsýslu. Tilgangur rannsóknarinnar er að ganga úr skugga um að þústin við Magnavík sé kuml eða náttúrumyndun. Ef þústin reynist kuml verður hún rannsökuð í þeim tilgangi að afla upplýsinga um kumlgerðir við landamerki og reiðleiðir. Stjórnandi Adolf Friðriksson, M.Phil., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 26 ágúst - 28 ágúst.
- Forn garðlög í Suður-Þingeyjarsýslu. Tilgangur rannsóknarinnar er að reyna að komast af því frá hvaða tíma garðlögin eru í Suður-Þingeyjarsýslu. Gerðir verða 1-4 könnunarskurðir á 10 stöðum til að ganga úr skugga um það. Stjórnandi Oscar Aldred, MA., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 1. ágúst – 14. ágúst.
Austurland
- Skriðuklaustur í Fljótsdal. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á gerð og uppbyggingu munkaklausturs. Stjórnandi: Steinunn Kristjánsdóttir Fil.dr. Skriðuklaustursrannsóknir. Áætlaður rannsóknartími 20. júní – 19. ágúst.http://www.skriduklaustur.is/
- Tvær rústir á Hálsi við Kárahnjúka. Rannsókn vegna virkjanaframkvæmda á hálendinu norðan Vatnajökuls. Stjórnandi: Gavin M. Lucas, PhD., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 18. júlí til 15. október.
Suðurland
- Hólmur í Nesjum. Rannsókn á skála. Minjarnar verða rannsakaðar með tilliti til formgerðar, byggingatækni og uppruna. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fil.dr., Fornleifafræðistofan ehf. Áætlaður rannsóknartími: 5 til 7 dagar í lok maí.
- Kirkjubæjarklaustur, Skaftárhreppi. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ á Síðu. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fil.dr., Fornleifafræðistofan ehf. Áætlaður rannsóknartími: 1. júní til 15. júlí.
- Skálholt, Bláskógabyggð. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á bæjarstæði biskupssetursins í Skálholti. Stjórnandi Mjöll Snæsdóttir, Fil.kand., Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 17. maí til 8. júlí.
- Lindin, forn vatnsveitustokkur í Herjólfsdal, Vestmanneyjum. Rannsókn á fornum vatnsveitustokk í Herjólfsdal Tilgangur rannsóknar er að hreinsa, ljósmynda og teikna stokkinn og verja hann vegna framkvæmda á svæðinu. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fil.dr., Fornleifafræðistofan ehf. Áætlaður rannsóknartími: apríl-maí.
- Eyðibýlið Salthöfði, Fagurhólsmýri í Öræfum. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á bæjarstæði. Hreinsað frá minjum. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fil.dr., Fornleifafræðistofan ehf. Áætlaður rannsóknartími: 7 - 15 dagar um miðjan maí.
- Búðarárbakki í Hrunamannahreppi. Rannsókn á rústum Búðarárbakka í Hrunamannaafrétti. Stjórnandi Kristján Mímisson, MA., Fornleifafræðistofan ehf. Áætlaður rannsóknartími: Uppgraftartími ekki gefinn upp.
- Þingvellir, Bláskógabyggð. Framhaldsrannsókn. Rannsókn á þingstað. Stjórnandi Adolf Friðriksson Mphil, Fornleifastofnun Íslands Ses. Áætlaður rannsóknartími: 23 maí. – 28. júní. http://www.thingvellir.is/fornleifarannsoknir/