Evrópski menningarminjadagurinn
European Heritage Day
Tilgangur Evrópska menningarminjadagsins er að vekja athygli alls almennings á gildi menningararfsins og að skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu.
Upphaf Evrópska menningarminjadagsins má rekja aftur til ársins 1985. Þá lagði Menningarmálaráðuneyti Frakklands til að Dagur sögulegra minja, sem þeir höfðu haldið árinu áður, næði til fleiri landa Evrópu. Fjölmargar Evrópuþjóðir svo sem Holland, Luxemburg, Malta, Belgía, Skotland og Svíþjóð hófu brátt að standa fyrir slíkum viðburðum. Evrópuráðið stofnaði opinberlega til Evrópska menningarminjadagsins árið 1991 með stuðningi Evrópusambandsins.
Allt frá því að til dagsins var stofnað á Evrópuvísu hefur gildi og mikilvægi dagsins vaxið með hverju ári. Fjöldi þátttökuþjóða hefur aukist með hverju árinu, frá ellefu þjóðum árið 1991 til fjörtíu og átta þjóða í dag. Árangurinn hefur verið góður eins og sést best á heimsóknum tuttugu milljóna gesta til þeirra þrjátíu og tvö þúsund menningarminjastaða sem opnir hafa verið almenningi.
Siglunes
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is