Aliquam erat volutpat. Proin euismod laoreet feugiat. In pharetra nulla ut ipsum sodales non tempus quam condimentum. Duis consequat sollicitudin sapien, sit amet ultricies est elementum ac. Aliquam erat volutpat. Phasellus in mollis augue.
Website URL: http://www.youjoomla.com
Á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytis er nú auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun Íslands er ný stjórnsýslustofnun sem annast framkvæmd minjavörslu í landinu. Um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar vísast nánar til ákvæða laga nr. 80/2012. Samkvæmt lögunum tekur Minjastofnun m.a. við skuldbindingum Húsafriðunarnefndar og Fornleifaverndar ríkisins sem leggjast af frá 1. janúar 2013.
Sunnudaginn 19. ágúst sl. undirrituðu Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar, verndaráætlun minjastaðarins að Skriðuklaustri,og má sjá hana hér í viðhengi. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði síðan aðgengi að minjastaðnum með því að klippa á borða með aðstoð forstöðumanns Fornleifaverndar. Að því loknu var gestum boðið að skoða minjarnar áður en guðþjónusta hófst í gömlu klausturrústunum undir forystu Frú Agnesar Sigurðardóttur biskups Íslands, sr. Láru G. Oddsdóttur og David Tencer prests kaþólska safnaðarins á Austurlandi. Sr. Davíð Baldursson prófastur og sr. Jóhanna Sigmarsdóttir tóku þátt í guðþjónustunni auk munka, nunna og barna af svæðinu. Örn Magnússon stjórnaði blönduðum kór við athöfnina. Fjöldi manna kom á svæðið, skoðaði minjarnar og var viðstaddur athöfnina í klausturrústunum.
Fornleifavernd ríkisins í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands efnir í sumar til almennrar hugmyndasamkeppni um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa sem eru við Stöng í Þjórsárdal.
Með verkefninu sem hér er kynnt er minjastaður á Íslandi í fyrsta skipti hannaður heildrænt með hliðsjón af umhverfisþáttum og með það í huga að gera hann aðgengilegan og áhugaverðan fyrir almenning. Hér er því um frumkvöðlaverkefni að ræða. Áhugi er fyrir að gera sem flestar af fornleifunum í dalnum aðgengilegar fyrir ferðamenn á næstu árum. Hugsanlegt er að yfirfæra megi hugmyndina að fullu eða að hluta yfir á aðrar fornleifar í dalnum. Markmiðið er að nýta megi lausnina sem tillögu að því hvernig megi vinna að svipuðum verkefnum í framtíðinni á öðrum íslenskum minjastöðum.
Keppnislýsing verður aðgengileg á vef Arkitektafélags Íslands, www.ai.is, á vef Félags íslenskra landslagsarkitekta, www.fila.is og á vef Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is, frá og með 12. júlí 2012. Samkeppnisgögn verða afhent, gegn 5.000.- kr. skilagjaldi, frá og með 12. júlí 2012 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, Reykjavík, á milli kl. 09:00 og 13:00 virka daga. Skrifstofan er þó lokuð á tímabilinu frá 16. júlí til 7. ágúst og á því tímabili er hægt að nálgast gögnin með því að hafa samband við trúnaðarmann samkeppninnar í síma 899 6225 eða með tölvupósti á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitekafélags Íslands að Engjateig 9 eigi síðar en 28. september 2012.
Keppnislýsing í PDF
Skriðuklaustur – Híbýli helgra manna er fornleifafræðileg rannsókn sem hófst árið 2002 en forkönnun hafði farið fram á staðnum árið 2000. Uppgrefti lauk í ágúst 2011. Rannsóknin er með aðsetur á Þjóðminjasafni Íslands.
Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði allt frá 12.öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Hér var um sumarverslunarstað að ræða eins og tíðkaðist í þá daga.
Hólarannsóknin er þverfagleg vísindarannsókn undir stjórn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Að rannsókninni koma innlendir og erlendir sérfræðingar úr flestum greinum menningarsögulegra rannsókna.