Contacts

Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir

Contact

Contact-image

Forstöðumaður

Heimilisfang:
Suðurgötu 39 101 Reykjavík

Sími: 555 6630

Other information

Other information:

Menntun:
• Nám í kennslufræðum við Oslóarháskóla.  PhD- próf í fornleifafræði/efnisfræði málma frá Institute of Archaeology/University College, London.
• Rekstrar- og viðskiptanám við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
• Cand. mag.- próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands.
• Próf í forvörslu forngripa frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn.
• BA honours- próf í fornleifafræði frá Institute of Archaeology/University of London.
• BA- próf með sagnfræði sem aðal grein frá Háskóla Íslands.
• Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973.
• Hefur lokið ýmsum námskeiðum í tölvunotkun, notkun rafeindasmásjáa, starfsmannastjórnun, stjórn símenntunar, fyrirtækjastofnun og fundarstjórnun auk  endurmenntunarmámskeiða í forvörslu.

Starfságrip:
Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins frá 15. október 2001.  Stundakennari í fornleifafræði við Oslóarháskóla 2000-2001. Stjórnandi kennslu og kennari í forvörslu forngripa við Institutt for Arkeologi, Kunsthistorie og Konservering við Oslóarháskóla 1998-2001. Stundakennnari í fornleifafræði við Sagnfræðiskor Háskóla Íslands 1998. Sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands á sviði forvörslu, safnfræði og fornleifafræði 1984-1997. Skipulagning og kennsla á námskeiði um fyrirbyggjandi forvörslu fyrir íslenska safnamenn á vegum Íslandsdeildar Félags norrænna forvarða 1997. Stjórn fornleifarannsókna á vegum Árbæjarsafns að Suðurgötu 7 í Reykjavík, maí-september 1983. Safnvörður í Árbæjarsafni í Reykjavík 1979-1981. Fornleifarannsóknir á engilsaxneskum grafreit í Sussex 1979. Sumarvinna við fornleifarannsóknir á vegum Þjóðminjasafns Íslands á árunum 1974-1980. Ráðgjafi vegna uppbyggingar  forvörsluverkstæðis Háskólasafnsins í Bergen. Í samstarfsnefnd á vegum Háskólans í Bergen, sem vann að úttekt á ástandi forvörslumála Háskólasafnsins.

Félagsstörf
Fulltrúi í stjórn Institutt for Arkeologi, Kunsthistorie og Konservering, Oslóarháskóla 1998-2001. Fulltrúi í fagorðanefnd Noregsdeildar Félags norrænna forvarða (NKF-N) 2000-2001. Formaður Íslandsdeildar Félags norrænna forvarða 1996-1997. Fulltrúi starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands í þjóðminjaráði 1994-1997.Fulltrúi Íslandsdeildar Félags norrænna forvarða í endurmenntunarnefnd norrænu deildanna 1992-2000. Í undirbúnings- og framkvæmdanefnd XI ráðstefnu Félags norrænna forvarða sem haldin var í Reykjavík 20.-24.júní 1988. Var einnig ritstjóri ráðstefnuritsins ásamt Áslaugu Jónsdóttur (Jónsdóttir, Á og Sigurðardóttir, K.H. (ritstj.), 1988, Konserveringsetik- Nordisk Konservatorforbund´s XI-kongress, Reykjavík 20.-24.júní 1988, Reykjavík) 1987-1988. Í stjórn Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), alþjóðasamtaka safna og safnastarfsmanna 1985-1991. Stofnfélagi Íslandsdeildar-ICOM, Félags íslenskra safnamanna, Félags íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingfélags Íslands.

Alþjóðlegt samstarf
Fulltrúi Noregs í samstarfsverkefni á vegum Raphael áætlunarinnar: European Preventive Conservation Strategy (PC-Strat). Þátttakandi í allsherjarþingum ICOM erlendis sem fulltrúi Íslands og einnig í norrænu samstarfi ICOM og NKF-N. Fyrirlestrahald á fjölda ráðstefna og funda á hérlendis sem erlendis um forleifafræði, fornleifavernd,  forvörslu,  safnfræði, sýningargerð og endurskipulagningu safna.
Kynningarferðir á fjölda safna og stofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum í tengslum við fornleifafræði, forvörslu og safnamál.

Miðlun þekkingar
Hefur ritað ýmsar greinar um fornleifafræði og forvörslu í tímarit, bækur og dagblöð og fjallað um málefnin í ljósvakamiðlum.

Áhuga- og fræðasvið
Fornleifafræði og forvarsla. Einkum járnrannsóknir og varðveisla og viðhald fornleifa og miðlun þekkingar um þær.






Leita