Þú ert hér:Forsíða»Minjastofnun Íslands»Lög og reglur»Lög og reglur

Eldri lög
Lög um verndun fornmenja frá 1907
  eru fyrstu íslensku lögin sem fjalla um fornleifavernd á Íslandi. Árið 1947 voru gerðar nokkrar breytingar á lögunum en ný lög tóku ekki gildi fyrr en með þjóðminjalögum nr. 52 árið 1969 . Með þjóðminjalögum nr. 88/1989  og síðari breytingum voru síðan gerðar grundvallarbreytingar á skipulagi minjavörslunnar og var sú róttækasta ákvæði um sjálfkrafa friðun fornleifa sem voru 100 ára og eldri.

Núgildandi lög
Árið 2001 voru aftur gerða grundvallarbreytingar á þjóðminjavörslunni. Með tilkomu samkeppnislaga 1993 höfðu þær raddir orðið æ háværari sem kölluðu á aðskilnað framkvæmda og stjórnsýslu. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á fót með setningu þjóðminjalaga nr. 107/2001.  

Einnig voru sett sérstök lög um ýmsa þá þætti sem áður höfðu verið sameinaðir í þjóðminjalögum. 
Lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa 

Lög um húsafriðun 

Safnalög

29. júní 2012 voru ný lög samþykkt, Lög um menningarminjar , en þau munu taka gildi 1. janúar 2013. Við það verður til ný stofnun, Minjastofnun Íslands, sem mun sinna hlutverki Fornleifaverndar ríkisins.

Alþjóðlegir sáttmálar
Þeir sáttmálar sem Ísland hefur undirritað eru:

Árið 1989 – Evrópusamningur  um vernd fornleifaarfsins frá 1969. Síðar hefur þessi samningur verið endurskoðaður (Valetta 1992 ) en Ísland hefur ekki staðfest þá endurskoðun.
Árið 1995 -  Samningur  um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins sem gerður var í París 1972. 

Önnur lög
Lög um Náttúruvernd

Skipulags- og byggingalög

Lög um mat á umhverfisáhrifum

Lög um sjóvarnir

Lög um vernd Breiðafjarðar

Lög um þjóðgarðinn á Þingvöllum

Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Reglur
Fornleifasjóður  

Reglur um veitingu leyfa

 

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is