Print


ÞJÓÐMINJALÖG

Nr. 52 19. maí 1969

I. KAFLI
Þjóðminjasafn Íslands.

1. gr.
Þjóðminjasafn Íslands er eign íslenzka ríkisins. Forseti skipar Þjóðminjavörð, sem stjórnar safninu undir yfirumsjón menntamálaráðuneytisins.

2. gr.
Þjóðminjasafnið er miðstöð allrar þjóðminjavörzlu i landinu. Það skal varðveita íslenzkar þjóðminjar i víðasta skilningi, hvort sem eru gripir geymdir í safninu sjálfu eða fornminjar og friðuð mann¬virki, sem um er fjallað í sérstökum köflum laga þessara.

3. gr.
Safnið skal vera til sýnis almenningi á tilteknum tímum, svo og fornminjar og mannvirki friðuð á þess vegum, þegar þau hafa verið gerð sýningarhæf og aðrar aðstæður leyfa.

4. gr.
Safnið má eigi taka við gjöfum, sem kvaðir fylgja, en þó getur menntamálaráðherra veitt undanþágu frá þessu ákvæði, ef sérstaklega stendur á.

5. gr.
Heimilt er að lána gripi úr safninu til sýningar, en þó eigi til útlanda nema með samþykki menntamálaráðherra.

6. gr.
Eigi má nota myndir af gripum safnsins sem vörumerki eða í aug-lýsingaskyni og ekki heldur gera af þeim myndir eða eftirlíkingar nema með leyfi þjóðminjavarðar.

7. gr.
Safnið skal eftir megni stuðla að rannsóknum íslenzkra þjóðminja og útgáfu fræðilegra rita og ritgerða um þær. Birta skal árlega starfsskýrslu safnsins.

8. gr.
Heimilt er að skipta safninu í deildir. Menntamálaráðherra skipar safnverði og aðra starfsmenn safnsins, að fengnum tillögum þjóðminjavarðar. Um tölu þeirra fer eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum.
 
II. KAFLI
Fornminjar. A.
Fornleifar.

9. gr.
Til fornleifa teljast hvers konar leifar fornra mannvirkja og ann¬arra staðbundinna minja, sem mannaverk eru á, svo sem rústir bæja og annarra húsa, meðal annars hofa og kirkna, þingbúðarústir og önnur mannvirki á fornum þingstöðum, forn garðlög, leifar af verbúðum, naustum og vorum, forn vígi og rústir af þeim, minjar um dvalar-staði útilegumanna, haugar og aðrir fornir greftrunarstaðir, hellar með áletrunum eða öðrum verksummerkjum af manna völdum, áletranir og myndir á klöppum eða jarðföstum steinum.

10. gr.
Fornleifar, sem þjóðminjavörður telur ástæðu til að friða, skulu skráðar á fornleifaskrá.
Tilkynna skal landeiganda og ábúanda skráninguna og tilgreina staðinn svo nákvæmlega sem unnt er.
Skráningu fornleifar á fornleifaskrá skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá, sem í hlut á.
Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu njóta friðunar áfram.

11. gr.
Allar fornleifar, sem á fornleifaskrá standa, eru friðhelgar.
Friðuðum fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja, nema leyfi þjóðminjavarðar komi til.

12. gr.
Skylt er landeiganda og ábúanda að gera þjóðminjaverði viðvart, ef friðuð fornleif liggur undir spjöllum af völdum náttúrunnar eða henni er spillt af manna völdum. Þjóðminjavörður ákveður þá, hvaða ráðstafanir skuli gera til verndar fornleifinni.

13.gr.
Nú telur landeigandi, ábúandi eða nokkur annar, þar á meðal sá, sem stjórnar opinberum framkvæmdum, svo sem vegagerð, að hann þurfi að gera jarðrask, er haggar við friðaðri fornleif, og skal hann þá skýra þjóðminjaverði frá því, áður en hafizt er handa um verkið. Lýst skal nákvæmlega breytingum þeim, er af framkvæmd mundi leiða. þjóðminjavörður ákveður, hvort eða hvenær framkvæmd megi hefja og með hvaða skilmálum.

14. gr.
Nú finnst fornleif, sem áður var ókunn, og skal finnandi þá skýra þj6ðminjaverði frá fundinum, svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir a landeiganda og ábúanda, er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleif finnst við framkvæmd verks, skal sá, er fyrir því stendur, stöðva framkvæmd, unz fenginn er úrskurður þjóðminjavarðar um, hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmalum.

15. gr.
Þjóðminjavörður hefur rétt til að framkvæma rannsókn á fornleifum með grefti eða a annan hatt og gera það, sem með þarf, til verndar fornleifum, viðhalds eða endurbóta, en gera skal landeiganda eða ábúanda viðvart um það áður.

16. gr.
Skylt er að viðhalda a kostnað ríkissjóðs fornleifum þeim, sem a fornleifaskrá standa. Fer um það eftir ákvörðun þj6ðminjavarðar hverju sinni.

B.
Forngripir.

17. gr.
Þegar fornir gripir finnast, sem liggja eða legið hafa í jörðu og eru ekki, svo að vitað sé, í einkaeign, skal finnandi tilkynna þjóðminjaverði fundinn, svo fljótt sem við verður komið. Finnandi skal ekki hagga við fundinum, nema nauðsynlegt sé að taka hann eða hluta hans þegar til umhirðu, með því að ella væri hætta á, að munir spilltust eða færu forgörðum.
Ákvæði 1. málsgr. taka til allra muna, sem menn hafa notað eða mannaverk eru á, og einnig til leifa af líkömum manna eða dýra, sem finnast í fornum haugum, dysjum eða leiðum.
Allir munir, sem grein þessi fjallar um, eru eign ríkisins. Þeir skulu varðveittir í Þjóðminjasafni Íslands, en þjóðminjavörður getur þó falið byggðasafni varðveizlu slíkra muna, ef sérstaklega stendur á.
18. gr.
Greiða skal finnanda útgjöld, sem hann hefur haft vegna fundarins.
Nú finnst forngripur úr gulli eða silfri, þar á meðal ef um gullpeninga eða silfurpeninga er að ræða, og skal þá meta málmverð hlutarins og leggja ofan á 10 af hverju hundraði. Skal annar helmingur matsfjárhæðar greiddur finnanda, en hinn landeiganda.
Útgjöld samkvæmt grein þessari skulu greidd úr ríkissjóði.
19. gr.
Ekki má flytja úr landi neina muni eða gripi, sem eru eldri en 100 ára, nema þjóðminjavörður leyfi. Skiptir ekki máli, hvort gripur er í einkaeign eða opinberri eign. Leiki vafi á um aldur hlutar, úrskurðar þjóðminjavörður. Þá getur þjóðminjavörður með samþykki menntamálaráðuneytisins hindrað útflutning yngri gripa en hér er kveðið á um, ef þeir þykja sérstaklega merkilegir.


III. KAFLI
Kirkjugripir og minningarmörk.

20. gr.
Þjóðminjavörður setur á skrá þá kirkjugripi, sem varðveittir eru í kirkjum landsins og hann telur skráningar verða vegna sögulegs eða listræns gildis þeirra.
Þjóðminjavörður setur einnig á skrá þá legsteina eða önnur minn¬ingarmörk í kirkjugörðum landsins, sem hann telur rétt að vernda af framangreindum ástæðum.

21. gr.
Munir, sem á skrá eru teknir samkvæmt 20. gr., eru friðhelgir, Óheimilt er að raska þeim eða spilla. Ekki má heldur farga þeim né flytja þá burtu, nema leyfi þjóðminjavarðar komi til.
Forráðamönnum kirkna ber að vernda skráða kirkjugripi. Kirkju-garðastjórnir annast vernd skráðra minningarmarka, svo sem segir í 16. gr. laga um kirkjugarða, nr. 21 23. april 1963.

22. gr.
Gera skal sárstaka skrá um friðlýsta kirkjugripi hverrar kirkju, og sama gildir um friðlýst minningarmörk í kirkjugörðum. Þjóðminjavörður lætur skrár þessar í té próföstum og sóknarnefndum, sem hlut eiga að máli.

23. gr.
Þjóðminjasafnið skal varðveita aflagða kirkjugripi og þá gripi, sem þjóðminjaverði og forráðamönnum kirkna kemur saman um, að eigi sé ástæða til að hafa í kirkju lengur. Þó getur þjóðminjavörður falið viðkomandi byggðasafni varðveizlu gripanna.

24. gr.
Sé kirkja lögð niður, skulu gripir hennar renna til safns, samkvæmt ákvæðum 23. gr., eða til annarra kirkna, og sé það ákveðið með samráði þjóðminjavarðar og biskups eða prófasts. Gildir þetta jafnt um bændakirkjur sem safnaðarkirkjur.
Þjóðminjasafnið skal eiga forkaupsrétt að kirkjugripum í einkaeign, ef seldir verða.

IV. KAFLI
Friðun húsa og annarra mannvirkja.

25. gr.
Friða má hús eða húshluta, sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi.
Með sama skilorði má einnig friða önnur mannvirki, og skal þá beita ákvæðum þessa kafla, eftir því sem við á.

26. gr.
Menntamálaráðherra ákveður friðun eða brottfall friðunar að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar og viðkomandi sveitarstjórnar.
Heimilt er sveitarstjórn (bæjarstjórn eða hreppsnefnd) að ákveða friðun eða brottfall friðunar að fengnum tillögum húsafriðunar¬nefndar.
Í húsafriðunarnefnd eiga fimm menn sæti. Þjóðminjavörður er formaður nefndarinnar. Aðra nefndarmenn skipar menntamálaráðherra til 4 ára í senn, einn samkvæmt tilnefningu Bandalags ísl. listamanna, annan samkvæmt tilnefningu Sambands ísl. sveitarfélaga, en tvo án tilnefningar.

27. gr.
Friðuðum húsum eða húshlutum skal skipa í tvo flokka, A og B. Ef hús er friðað í heild, telst það til A-flokks, en taki friðun aðeins til ytra borðs húss eða hluta af ytra eða innra borði, skal húsið talið til B-flokks.

28. gr.
Halda skal skrá um friðuð hús eða húshluta.
Ákvörðun um friðun skal tilkynna húseiganda, öðrum, sem eiga þinglesin réttindi yfir eigninni, svo og hlutaðeigandi lögreglustjóra, bæjar- eða sveitarstjórn og byggingarnefnd. Greina skal í tilkynningu, hvort eign er friðuð í A-flokki eða B-flokki, og því nánar lýst, til hvers friðun taki.
Þinglýsa skal friðun sem kvöð á fasteign þá, sem í hlut á. Þinglýsingardómari skal tilkynna húsafriðunarnefnd, ef þinglesin eru eigendaskipti að friðaðri húseign.

29. gr.
Friðun á húsi eða húshluta ber öllum að hlíta, þar á meðal hverjum þeim, sem réttindi eiga í eigninni, og án tillits til, hvenær réttur þeirra er til orðinn.

30. gr.
Óheimilt er án leyfis húsafriðunarnefndar að gera nokkrar breytingar á friðaðri húseign í A-flokki og á ytra byrði húsa eða húshlutum í B-flokki. Viðhald skal framkvæmt á þann hátt, að það breyti í engu upphaflegum svip eða gerð hússins. Leyfi nefndarinnar þarf til að setja skilti eða aðrar áletranir á friðlýst hús.
Nú vill eigandi friðaðrar eignar ráðast í framkvæmd, sem leyfi þarf til samkvæmt 1. málsgr., og skal hann þá í umsókn sinni til húsafriðunarnefndar lýsa nákvæmlega hinum fyrirhuguðu framkvæmdum og láta uppdrátt fylgja. Nefndin skal, svo fljótt sem við verður komið, gera eiganda grein fyrir afstöðu sinni, hvort heldur samþykki eða synjun. Nú setur nefndin það skilyrði fyrir samþykki sínu, að verk sé framkvæmt með tilteknum hætti, öðrum en þeim, sem í umsókn greinir, og er eiganda þá skylt að hlýta því, ef hann hverfur ekki frá framkvæmdum, enda skal hann þá fá greiddan aukakostnað, sem af breytingu nefndarinnar leiðir.

31. gr.
Ef slíkar breytingar, sem um er getið í 1. málsgr. 30. gr., hafa verið gerðar án leyfis húsafriðunarnefndar, getur hún lagt fyrir eiganda að færa húsið eða húshlutann í hið fyrra horf innan hæfilegs frests. Nú sinnir eigandi ekki fyrirmælum nefndarinnar, og getur hún þá, að fengnu samþykki menntamálaráðherra, látið framkvæma verkið á kostnað eiganda.

32. gr.
Ef vanrækt er viðhald húss í A-flokki eða ytra borðs húss eða hús¬hluta í B-flokki, getur húsafriðunarnefnd lagt fyrir eiganda eða afnotahafa að gera umbætur innan hæfilegs frests. Nu líður frestur, án þess að úr sé bætt, og getur þá húsafriðunarnefnd, að fengnu samþykki menntamálaráðherra, látið framkvæma verkið á kostnað eig¬anda eða afnotahafa.

33. gr.
Nú verður friðlýst eign fyrir spjöllum af eldi eða öðrum ástæðum, og skal eigandi eða afnotahafi þá gera húsafriðunarnefnd viðvart um það þegar í stað. Lætur nefndin þá fara fram skoðunargerð og mat á spjöllum. Ef ráðizt verður í endurbyggingu, gilda ákvæði 30. gr.

34. gr.
Nú samþykkir eigandi húss eða húshluta friðun, þar á meðal að hús verði hvorki rifið né flutt af stað sínum, og skal þá þinglýsa sérstaklega yfirlýsingu hans um það, enda bindur hún þá einnig síðari eigendur eða aðra rétthafa að eigninni.
Þegar svo stendur á sem í 1. mgr. segir, getur húsafriððunarnefnd veitt eiganda styrk til viðhalds á eigninni, ef hún telur það sanngjarnt vegna friðunarákvæða, enda hafi verið veitt fé á fjárlögum í þeim tilgangi. Hafi friðun verið ákveðin samkvæmt 2. mgr. 26. gr., ákveður sveitarstjórn styrkinn og greiðist hann úr sveitarsjóði.

35. gr.
Nú vill eigandi friðaðs húss eða húshluta, sem ákvæði 34. gr. taka ekki til, rífa húsið eða flytja það af stað sínum, og skal hann þá sækja um leyfi til þess til húsafriðunarnefndar. Nefndin skal, svo fljótt sem við verður komið, senda menntamálaráðherra umsóknina með tillögum sínum. Ef ráðherra leyfir niðurrif eða brottflutning, skal, að framkvæmd lokinni, aflýsa friðunarkvöðinni. Hafi sveitarstjórn ákveðið friðun, sendir nefndin henni erindið til ákvörðunar á sama hátt.
Ef ráðherra samþykkir ekki umsóknina, getur hann, að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar, gert ráðstafanir til þess, að ríkið eignist hina friðuðu eign ásamt tilheyrandi lóð eða lóðarhluta, þar á meðal með eignarnámi, ef á þarf að halda. Hið sama gildir urn sveitarstjórn, sem ákveðið hefur friðun.
Nú hefur ríkið eignazt friðaða eign samkvæmt ákvæðum 2. málsgr., og er því þá heimilt að selja hana aftur, eftir að þinglesin hefur verið sérstök friðunarkvöð í samræmi við 1. málsgr. 34. gr. Um styrk til viðhalds gilda þá einnig ákvæði 2. málsgr. 34. gr. Hið sama gildir um sveitarstjórn, eftir því sem við á.
Óheimilt er eiganda friðlýstrar eignar að rífa hana eða flytja af stað sínum, nema hann hafi fengið leyfi samkvæmt 1. málsgr. eða yfirlýsingu húsafriðunarnefndar um, að kaup eða önnur yfirtaka á eigninni af hálfu ríkisins eða sveitarstjórnar muni ekki fram fara.

36. gr.
Ef byggingarnefnd verður vör við, að friðuð eign hefur orðið fyrir spjöllum eða að henni sé ekki vel við haldið, skal hún gera húsafriðunarnefnd viðvart.

37. gr.
Húsafriðunarnefnd hefur rétt til að frarnkvæma, eiganda að kostnaðarlausu, hvers konar eftirlit með og skoðanir á friðlýstri eign, sem gera þarf vegna ákvæða þessa kafla.

38. gr.
Útgjöld vegna starfsemi húsafriðunarnefndar, þar á meðal þóknun til nefndarmanna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði.

V. KAFLI
Byggðasöfn.

39. gr.
Til byggðasafna teljast samkvæmt lögum þessum söfn, sem sveitarfélög (bæjarfélög, sýslufélög, hreppar) hafa sett eða setja á stofn í þeim tilgangi, sem í 40. gr. segir, enda hafi menntamálaráðherra, að fengnum tillögum þjóðminjavarðar, viðurkennt safnið.
Ef tvo eða fleiri sveitarstjórnarumdæmi standa að sama byggðasafni, skulu þau gera um það samþykkt, þar sem meðal annars séu ákvæði um stað safnsins, eignarrétt aðila að því, þátttöku í kostnaði við það og ráðningu gæzlumanns.
Þau byggðasöfn, sem hlotið hafa viðurkenningu þjóðminjavarðar skv. eldri lögum, skulu halda henni framvegis, þótt eigi séu eign sveitarfélaga.

40. gr.
Hlutverk byggðasafns er að safna þjóðlegum munum, varðveita þá og hafa til sýnis almenningi. Einkum ber að leggja stund á söfnun muna, sem hafa listrænt gildi eða notagildi í daglegu lífi þjóðarinnar, en eru að víkja eða hverfa úr sögunni vegna breyttra þjóðhatta. Sérstaklega ber hverju safni að leggja áherzlu á öflun muna, sem telja má sérkennilega fyrir hlutaðeigandi hérað eða landsfjórðung, en eru að verða fágætir.

41. gr.
Ef friðað hús í eign ríkis eða sveitarfélags er til á byggðasafnssvæði, er stjórn byggðasafns heimilt með sambykki þjóðminjavarðar að varðveita þar muni, sem til safnsins heyra, einkum þó þá muni, sem á sínum tíma tíðkaðist að nota í slíkum byggingum.

42. gr.
Nú vill stjórn byggðasafns afla sér húsnæðis fyrir safnið, hvort heldur með kaupum eða nýsmíði, og á aðili þá kost á að fá styrk til þess úr ríkissjóði, allt að einum þriðja hluta kostnaðar, eftir því sem fé kann að vera veitt til þess á fjárlögum, enda samþykki þjóðminjavörður húsnæðið og stofnkostnað.
Laun gæzlumanns byggðasafns, miðuð við starfsskyldu hans og starfstíma og samþykkt af þjóðminjaverði, greiðist að hálfu úr ríkis¬sjóði.

43. gr.
Nú telur þjóðminjavörður, að byggðasafni sé hætta búin sökum vanhirðu eða af öðrum orsökum, og ekki hefur fengizt úr þessu bætt þrátt fyrir endurteknar áskoranir, og getur þá menntamálaráðherra, að fengnum tillögum þjóðminjavarðar, svipt safnið ríkisstyrk. Lendi safnið í óhirðu, getur þjóðminjavörður að fengnu sambykki menntamálaráðherra tekið gripi safnsins til varðveizlu í þjóðminjasafni.

VI. KAFLI
Almenn ákvæði.

44. gr.
Hver sá, er fyrir fétjóni verður vegna framkvæmdar á ákvæðum II. eða IV. kafla laga þessara, á rétt til skaðabóta úr ríkissjóði. Hafi hann orðið fyrir slíku fétjóni vegna framkvæmda á friðunarákvörðun sveitarstjórnar skv. IV. kafla laganna, á hann hins vegar rétt til skaðabóta úr hlutaðeigandi sveitarsjóði. Ef samkomulag næst ekki um bætur, skulu þær ákveðnar eftir reglum laga um eignarnám.

45. gr.
Ekki ber að greiða stimpilgjöld eða þinglýsingargjöld af skjölum, sem út eru gefin vegna framkvæmdar á lögum þessum.

46. gr.
Brot gegn ákvæðum 11.—14. gr., 1. málsgr. 17. gr., 19. gr., 21. gr., 29. gr., 30. gr., 33. gr., 4. málsgr. 35. gr. og 36. gr. varða sektum til ríkissjóðs, nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt 177. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19 12. febrúar 1940.

47. gr.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd laganna í heild eða einstakra kafla þeirra.

48. gr.
Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 40 16. nóv. 1907, um verndun fornmenja, og lög nr. 8 12. febr. 1947, um viðhald fornra mannvirkja og um byggðasöfn.

49. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is