Þú ert hér:Forsíða»Minjastofnun Íslands»Stofnunin»Stefna»Starfsmannastefna»Starfsmannastefna
Print

 Markmið Fornleifaverndar ríkisins er að stofnunin hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel menntuðu  starfsfólki, sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi og geti þannig tekið virkan þátt í þróun stofnunarinnar.

Lögð er áhersla

  • á að starfsmenn þekki hlutverk Fornleifaverndar ríkisins og verklagsreglur stofnunarinnar
  • markviss vinnubrögð og frumkvæði í starfi 
  • skýra ákvörðunartöku
  • hvetjandi starfsumhverfi 
  • að stofnunin sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk er búið undir krefjandi verkefni með markvissri og skipulegri þjálfun
  • að hæfni ráði vali á starfsmönnum.

Ráðningar 

  • Ráðnir skulu til starfa hæfir og metnaðarfullir einstaklingar sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í síbreytilegu umhverfi.  
  • Val á starfsfólki byggist á hlutlausum, faglegum vinnubrögðum. 
  • Gengið er frá öllum ráðningum með formlegum hætti. 
  • Við gerum starfslýsingar fyrir öll störf og uppfærum þær þegar störf breytast.

Starfsþróun 

  • Möguleikar meðal starfsfólks eru jafnir til starfsframa, þannig að tryggt sé að hæfileikar nýtist sem best óháð kyni og aldri. 
  • Starfsmenn eigi kost á starfsmannasamtali a.m.k. einu sinni á ári.

Móttaka nýliða 

  • Nýir starfsmenn fá fljótlega nægilega þjálfun til þess að takast á við starfið og lögð er áhersla á að starfsmaðurinn geri sér fulla grein fyrir hlutverki sínu.
  • Nýjum starfsmönnum er veitt grunnþekking og fræðsla með fóstrakerfi.

Upplýsingar 

  • Lagt er kapp á markvissa upplýsingagjöf til starfsmanna með reglubundnum fundum, innra neti og tölvupósti. 

Jafnvægi vinnu og einkalífs

  • Lögð er áhersla á jafnvægi milli starfs- og fjölskyldulífs eins og kostur er. Slíkur sveigjanleiki byggist á nánu samstarfi og trúnaði milli yfirmanns og undirmanns.

Starfsandi og virðing 

  • Fornleifavernd ríkisins vill stuðla að góðum starfsanda og sýna samstarfsmönnum og öðrum tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót. 

Menntastefna  

Fornleifavernd ríksins er ljóst mikilvægi sí- og endurmenntunar. Til þess að stofnunin geti vaxið og þroskast í síbreytilegu umhverfi er mikilvægt að starfsfólk fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni

  • Fornleifavernd ríkisins vill að starfsmenn séu vel þjálfaðir og meðvitaðir um nýjungar i sinni starfsgrein þannig að stofnunin sé ávallt fremst á sinu sviði. Starfsfólk Fornleifaverndar ber sjálft ábyrgð á því að fylgjast með nýjungum i starfsgrein sinni
  • Starfsfólk skal sýna frumkvæði í skipulagningu símenntunar þess og tekur virkan þátt í árlegri endurskoðun þjálfunaráætlunar sinnar.
  • Fræðsluþörf alls starfsfólks skal metin árlega til að tryggja að menntun starfsmanna stofnunarinnar sé miðuð við þarfir hennar. Stjórnendur miða áætlanir í fræðslumálum við framtíðarsýn stofnunarinnar
  • Til þess að tryggja almenna þekkingu starfsmanna eru haldnar reglubundnar kynningar fyrir starfsmenn og ennfremur lögð áhersla á mikilvægi gæða stofnunarinnar.
  • Námskeiðs- og ráðstefnubeiðnir starfsmanna eru metnar með það í huga að námið nýtist stofnuninni eða viðskiptavinum hennar
  • Starfsfólk skal miðla þekkingu þeirri sem það hlýtur við endurmenntun til annarra starfsmanna stofnunarinnar með óformlegum eða formlegum hætti.