Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Viðburðir»Fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012

Fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012

Fimtudagur, 02 Febrúar 2012 10:10 Written by 
Rate this item
(0 votes)

Fimmtudaginn 26. janúar hófst ný fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012 sem að þessu sinni ber yfirskriftina: Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði

Á næstu vikum munu 11 fræðimenn flytja fjölbreytileg erindi sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um nýlegar rannsóknir á seljum eða á býlum í úthögum – eða skilin þar á milli. Tveir til þrír fræðimenn flytja fyrirlestra hvert kvöld og á eftir verða umræður og spurningar. Fyrirlestrarnir verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum og hefjast klukkan 20.00. Þeir verða haldnir í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.

Margrét Hallmundsdóttir og Ragnheiður Traustadóttir riðu á vaðið 2. febrúar. Margrét fjallaði um rannsókn sína í landi Kots á Rangárvöllum og Ragnheiður fjallaði um seljabúskap í Urriðakoti.

Í kvöld mun Albína Hulda Pálsdóttir fjalla um hvað vettvangsskráning segir okkur um seljarústir og Ásta Hermannsdóttir og Sindri Ellertsson Csillag fjalla um seljabúskap á norðanverðu Snæfellsnesi.

Næstu fyrirlestrar eru eftirfarandi:

Miðvikudagurinn 22. febrúar
Guðrún Sveinbjarnadóttir – Seljalönd Reykholts
Egill Erlendsson – Seljalönd Reykholts

Miðvikudagur 28. mars:Bjarni F. Einarsson – Vogur í Höfnum: Landnámsbýli eða veiðistöð?
Kristján Mímisson – Efnismenning jaðarbyggða Miðvikudagurinn

25. apríl
Stefán Ólafsson – Býli eða sel?: Um rústaþyrpingar í KelduhverfiOrri Vésteinsson – Sagan um Selkollu: Hættur úthagans í íslenskri fornleifafræði Lokaumræða Nánari upplýsingar og upptökur af fyrirlestrum er hægt að nálgast á heimasíðu Félag íslenskra fornleifafræðinga

Additional Info

  • Dags.: Fimtudagur, 21 Nóvember 2024
lesa nánar 2991 times Síðast breytt Þriðjudagur, 27 Mars 2012 11:58
Super User

Aliquam erat volutpat. Proin euismod laoreet feugiat. In pharetra nulla ut ipsum sodales non tempus quam condimentum. Duis consequat sollicitudin sapien, sit amet ultricies est elementum ac. Aliquam erat volutpat. Phasellus in mollis augue.

Website: www.youjoomla.com
Fleiri greinar í þessum flokki: Fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012 »

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is