Sunnudaginn 19. ágúst sl. undirrituðu Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar, verndaráætlun minjastaðarins að Skriðuklaustri,og má sjá hana hér í viðhengi. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði síðan aðgengi að minjastaðnum með því að klippa á borða með aðstoð forstöðumanns Fornleifaverndar. Að því loknu var gestum boðið að skoða minjarnar áður en guðþjónusta hófst í gömlu klausturrústunum undir forystu Frú Agnesar Sigurðardóttur biskups Íslands, sr. Láru G. Oddsdóttur og David Tencer prests kaþólska safnaðarins á Austurlandi. Sr. Davíð Baldursson prófastur og sr. Jóhanna Sigmarsdóttir tóku þátt í guðþjónustunni auk munka, nunna og barna af svæðinu. Örn Magnússon stjórnaði blönduðum kór við athöfnina. Fjöldi manna kom á svæðið, skoðaði minjarnar og var viðstaddur athöfnina í klausturrústunum.
Fornleifavernd ríkisins í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands efnir í sumar til almennrar hugmyndasamkeppni um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa sem eru við Stöng í Þjórsárdal.
Með verkefninu sem hér er kynnt er minjastaður á Íslandi í fyrsta skipti hannaður heildrænt með hliðsjón af umhverfisþáttum og með það í huga að gera hann aðgengilegan og áhugaverðan fyrir almenning. Hér er því um frumkvöðlaverkefni að ræða. Áhugi er fyrir að gera sem flestar af fornleifunum í dalnum aðgengilegar fyrir ferðamenn á næstu árum. Hugsanlegt er að yfirfæra megi hugmyndina að fullu eða að hluta yfir á aðrar fornleifar í dalnum. Markmiðið er að nýta megi lausnina sem tillögu að því hvernig megi vinna að svipuðum verkefnum í framtíðinni á öðrum íslenskum minjastöðum.
Keppnislýsing verður aðgengileg á vef Arkitektafélags Íslands, www.ai.is, á vef Félags íslenskra landslagsarkitekta, www.fila.is og á vef Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is, frá og með 12. júlí 2012. Samkeppnisgögn verða afhent, gegn 5.000.- kr. skilagjaldi, frá og með 12. júlí 2012 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, Reykjavík, á milli kl. 09:00 og 13:00 virka daga. Skrifstofan er þó lokuð á tímabilinu frá 16. júlí til 7. ágúst og á því tímabili er hægt að nálgast gögnin með því að hafa samband við trúnaðarmann samkeppninnar í síma 899 6225 eða með tölvupósti á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitekafélags Íslands að Engjateig 9 eigi síðar en 28. september 2012.
Keppnislýsing í PDF
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is