Fornleifavernd ríkisins fékk nýlega styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða/Iðnaðar og ferðamálaráðuneyti vegna hönnunarsamkeppni sem er að hefjast um minjar í Þjórsárdal. Verkefnið nefnist: ,,Stöng í Þjórsárdal, ásýnd og umhverfi, hönnunarkeppni."
Fornleifavernd ríkisins og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri undirrituðu nýlega samning um aðkomu starfsfólks Fornleifaverndar ríkisins að kennslu við skólann. Fyrst og fremst er verið að hugsa til endurmenntunarnámskeiða og þá helst til aðila sem vinna ýmiss konar jarðvinnu sem hafa áhrif á fornleifar, En einnig er stefnt að því að nemendur vinni verkefni tengd fornleifavernd.
Fimmtudaginn 26. janúar hófst ný fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012 sem að þessu sinni ber yfirskriftina: Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði
Á næstu vikum munu 11 fræðimenn flytja fjölbreytileg erindi sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um nýlegar rannsóknir á seljum eða á býlum í úthögum – eða skilin þar á milli. Tveir til þrír fræðimenn flytja fyrirlestra hvert kvöld og á eftir verða umræður og spurningar. Fyrirlestrarnir verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum og hefjast klukkan 20.00. Þeir verða haldnir í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.
Þann 21. febrúar, hlaut minjavörður Suðurlands, Uggi Ævarsson, Uppsveitarbrosið en það er viðurkenning sem veitt er árlega þeim aðila sem lagt hefur ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu og Flóa lið. Óskum Ugga til hamingju með þessa viðurkenningu. Sjá nánar á mbl.is
Fimmtudaginn 26. janúar hófst ný fyrirlestraröð FÍF og FFÍ 2012 sem að þessu sinni ber yfirskriftina: Úr gnægtabúri úthaganna: sel og jaðarbyggð í íslenskri fornleifafræði
Á næstu vikum munu 11 fræðimenn flytja fjölbreytileg erindi sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um nýlegar rannsóknir á seljum eða á býlum í úthögum – eða skilin þar á milli. Tveir til þrír fræðimenn flytja fyrirlestra hvert kvöld og á eftir verða umræður og spurningar. Fyrirlestrarnir verða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldum og hefjast klukkan 20.00. Þeir verða haldnir í kjallara húsnæðis Fornleifaverndar ríkisins að Suðurgötu 39.
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is