5. nóvember næstkomandi mun verða haldin ráðstefna um miðlun menningararfsins með áherslu á myndræna framsetningu. Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla áhugamenn um miðlun menningararfsins að mæta.
Á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytis er nú auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun Íslands er ný stjórnsýslustofnun sem annast framkvæmd minjavörslu í landinu. Um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar vísast nánar til ákvæða laga nr. 80/2012. Samkvæmt lögunum tekur Minjastofnun m.a. við skuldbindingum Húsafriðunarnefndar og Fornleifaverndar ríkisins sem leggjast af frá 1. janúar 2013.
Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is