Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Fréttir»Verndaráætlun fyrir minjar við Skriðuklaustur

Verndaráætlun fyrir minjar við Skriðuklaustur

Miðvikudagur, 29 Ágúst 2012 11:32

Sunnudaginn 19. ágúst sl. undirrituðu Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar, verndaráætlun minjastaðarins að Skriðuklaustri,og má sjá hana hér í viðhengi. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði síðan aðgengi að minjastaðnum með því að klippa á borða með aðstoð forstöðumanns Fornleifaverndar. Að því loknu var gestum boðið að skoða minjarnar áður en guðþjónusta hófst í gömlu klausturrústunum undir forystu Frú Agnesar Sigurðardóttur biskups Íslands, sr. Láru G. Oddsdóttur og David Tencer prests kaþólska safnaðarins á Austurlandi. Sr. Davíð Baldursson prófastur og sr. Jóhanna Sigmarsdóttir tóku þátt í guðþjónustunni auk munka, nunna og barna af svæðinu. Örn Magnússon stjórnaði blönduðum kór við athöfnina. Fjöldi manna kom á svæðið, skoðaði minjarnar og var viðstaddur athöfnina í klausturrústunum.

Síðast breytt Þriðjudagur, 09 Október 2012 11:35

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is