Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Fréttir»Embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands

Embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands

Þriðjudagur, 09 Október 2012 11:42

Á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytis er nú auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Minjastofnun Íslands er ný stjórnsýslustofnun sem annast framkvæmd minjavörslu í landinu. Um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar vísast nánar til ákvæða laga nr. 80/2012. Samkvæmt lögunum tekur Minjastofnun m.a. við skuldbindingum Húsafriðunarnefndar og Fornleifaverndar ríkisins sem leggjast af frá 1. janúar 2013.

Forstöðumaður stjórnar starfsemi stofnunarinnar og annast rekstur hennar, undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun og ræður starfsmenn. Hann skal jafnframt móta stefnu fyrir hina nýju stofnun. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf og staðgóða þekkingu á starfssviði stofnunarinnar og menntun eða starfsreynslu á sviði stefnumótunar og stjórnunar. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands til fimm ára frá og með 1. janúar 2013, sbr. 12. gr. laga nr. 80/2012 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Um laun forstöðumanns Minjastofnunar Íslands fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006.

Ráðgert er að Minjastofnun Íslands starfræki starfsstöðvar um land allt, samkvæmt skiptingu þess í minjasvæði.

  • Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. 
  • Umsóknarfrestur er til 26. október nk.
Síðast breytt Þriðjudagur, 23 Október 2012 10:30

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is