Þú ert hér:Forsíða»Upplýsingar»Fagaðilar»Veitt leyfi»Fornleifarannsóknir 2003
Category: Veitt leyfi
Print

Fornleifavernd ríkisins veitti 37 leyfi til fornleifarannsókna 2003 og hefur aldrei fyrr verið unnið að jafnmörgum rannsóknum  á svo stuttum tíma. Flest þessara leyfa eru veitt til hreinna vísindarannsókna eða 24. Níu rannsóknir eru svokallaðar björgunarrannsóknir vegna ýmis konar framkvæmda svo sem snjóflóðavarnargarða, vegagerðar og álvers. Nánari upplýsingar varðandi rannsóknirnar er að finna á heimasíðum þeirra aðila sem að þeim standa og í gegnum heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins þar sem einnig má finna reglur um veitingu leyfa til fornleifarannsókna.

 1. Vogur í Reykjanesbæ. Rannsókn á landnámsskála. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofunni ehf. Fyrri hluti maí mánaðar.
 2. Aðalstræti 14 -16 í Reykjavík. Könnun vegna byggingaframkvæmda. Stjórnandi Howell Magnús Roberts, Sjálfseignarstofnuninni Fornleifastofnun Íslands. 14. apríl – 10. maí.
 3. Eyðibýlið Borg í landi Þverár í Öxarfirði. Prufuskurðir í garðlög. Stjórnandi Ragnar Edvardsson, Náttúrustofu Vestfjarða.
 4. Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Vegna framkvæmda við álver í Reyðarfirði. Stjórnandi Howell Magnús Roberts, Fornleifastofnun Íslands Ses. 7. – 17. maí.
 5. Þingnes við Elliðavatn. Rannsókn á þingstað. Æfingagröftur fyrir nema í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands. Stjórnandi Guðmundur Ólafsson, Þjóðminjasafni Íslands. 19. – 23. maí.
 6. Reykholt í Borgarfirði. Rannsókn á kirkju. Samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifastofnunar Íslands Ses. Helsti styrktaraðili: Kristnihátíðarsjóður. Stjórnandi Guðrún Sveinbjarnardóttir, Þjóðminjasafni Íslands. 26. maí – 27. júní.
 7. Bæjarstæði Traðar í Bolungarvík. Vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarð. Stjórnandi Ragnar Edvardsson, Náttúrustofu Vestfjarða. 26. maí – 27. júni.
 8. Skálholt. Rannsókn á biskupssetri. Helsti styrktaraðili: Kristnihátíðarsjóður. Stjórnandi Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastofnun Íslands Ses. 26. maí -18. júlí.
 9. Kirkjubæjarklaustur. Rannsókn á nunnuklaustri. Helsti styrktaraðili: Kristnihátíðarsjóður. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofunni ehf. 2. – 30. júní.
 10. Þingvellir. Rannsókn á þingstað. Hluti af þingstaðaverkefni Fornleifastofnunar Íslands Ses sem styrkt er af Kristnihátíðarsjóði. Stjórnandi Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands Ses. 1. – 30. júní. (http://www.thingvellir.is)
 11. Smalaskálaholt á Spóastöðum. Prufuskurðir í garðlag og fjárborg. Framlenging leyfis frá 2002. Stjórnandi Mjöll Snæsdóttir. Sumar 2003.
 12. Gásir við Hörgárósa. Rannsókn á verslunarstað frá miðöldum. Samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands og Minjasafnsins á Akureyri. Helsti styrktaraðili: Kristnihátíðarsjóður. Stjórnandi Howell M. Roberts, Fornleifastofnun Íslands Ses.  30. júní – 22. ágúst. (http://www.instarch.is/gasir/gasir.htm)
 13. Hrísbrú og Leirvogur í Mosfellsbæ. Rannsókn á kirkju og kirkjugarði, og mögulegum grafreit í Hulduhól á Hrísbrú. Rannsókn á mögulegum minjum um skipalægi og verslunarstað í Leirvogi. Stjórnandi Jesse Byock, University of California. Júlí. (http://www.anth.ucsb.edu/faculty/walker/Iceland/mosfell.html)
 14. Könnunarskurðir og sýnataka á völdum stöðum í Skagafirði. Stjórnandi Douglas James Bolender. Júlí.
 15. Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Forkönnun minja á og við bæjarstæði Vatnsfjarðar. Stjórnandi Ragnar Edvardsson, Fornleifastofnun Íslands Ses. 18. júní – 30. júní.
 16. Hegranesþingstaður í Skagafirði. Rannsókn á tegund og aldri minja á svæðinu. Hluti af þingstaðaverkefni Fornleifastofnunar Íslands Ses sem styrkt er af Kristnihátíðarsjóði. Stjórnandi Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands Ses. 30. júní – 11. júlí.
 17. Skriðuklaustur. Rannsókn á klausturminjum. Helsti styrktaraðili: Kristnihátíðarsjóður. Stjórnandi Steinunn Kristjánsdóttir. 23. júní – 22. ágúst. (http://www.skriduklaustur.is/)
 18. Holt í Vestur Eyjafjallahreppi og Fell í Mýrdalshreppi. Könnunarskurðir og borkjarnar teknir úr ruslahaugum. Liður í rannsóknarverkefninu: Landscapes circum landnám: Viking settlement in the North Atlantic and its human and ecological consequences sem styrkt er af Leverhulme Trust. Stjórnandi Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir. 9. – 18. júlí. (http://tsunami.geo.ed.ac.uk/~ajn/leverhulme)
 19. Könnunarskurðir vegna jarðgangagerðar milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Rannsókn á túngarði í landi Dala í Fáskrúðsfirði og tóft í landi Borgargerðis í Reyðarfirði. Stjórnandi Guðný Zoëga, Byggðasafni Skagfirðinga, Glaumbæ. 26. – 27. júní.
 20. Bæjarhóll Eyrar á Ísafirði. Forkönnun á ástandi og umfangi minja í hólnum. Helsti styrktaraðili: Fornleifasjóður. Stjórnandi Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands Ses. 30. júní – 7. júlí.
 21. Hólar og Hof í Hjaltadal og Kolkuós í Viðvíkursveit. Biskupssetur, bæjarstæði, kirkjugarður og verslunarstaður. Samstarfsverkefni Hólaskóla, Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga. Helsti styrktaraðili: Kristnihátíðarsjóður. Stjórnandi Ragnheiður Traustadóttir, Þjóðminjasafni Íslands. 1. júlí -  ágúst. (http://holar.is/holarannsoknin/)
 22. Hofstaðir, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu. Rannsókn á kirkjugarði. Helsti styrktaraðili: Rannís. Stjórnandi Hildur Gestsdóttir, Fornleifastofnun Íslands Ses. 14. júlí – 15. ágúst. 
 23. Saltvík í Reykjahverfi. Könnunarskurðir í mögulega landnámsskála. Helsti styrktaraðili: Rannís. Stjórnandi Orri Vésteinsson, Fornleifastofnun Íslands Ses. 2 dagar á tímabilinu 14. júlí – 15. ágúst.
 24. Rauðaskriða í Aðaldælahreppi. Forkönnun á kirkjugarði. Helsti styrktaraðili: Menntamálaráðuneytið. Stjórnandi Orri Vésteinsson, Fornleifastofnun Íslands Ses.  14. – 18. júlí.
 25. Höfðagerði, Núpum í Aðaldal. Rannsókn á bæjarstæði. Helsti styrktaraðili: Rannís. Stjórnandi Oscar Aldred, Fornleifastofnun Íslands Ses. 14. júlí – 15. ágúst.
 26. Sveigakot í landi Grænavatns í Mývatnssveit. Rannsókn á skála og jarðhúsum.  Stjórnandi Orri Vésteinsson, Fornleifastofnun Íslands Ses. 14. júlí – 15. ágúst.
 27.  Innri Hvanney á Breiðafirði. Rannsókn á meintu kumli. Helsti styrktaraðili: Norræni vísindasjóðurinn. Stjórnandi Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands Ses. 1 - 3 dagar á tímabilinu 11. júlí – 20. júlí.
 28. Fornigarður í Vogsósum. Rannsókn vegna framkvæmda við Suðurstrandaveg. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fornleifafræðistofunni ehf.
 29. Ytri Fagridalur á Skarðsströnd, Dalasýslu. Rannsókn á þremur meintum kumlum. Stjórnandi Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses.
 30. Langhólanes á Höfn í Hornafirði. Rannsókn á tveimur mögulegum rústum, vegna framkvæmda. Stjórnandi Bjarni F. Einarsson, Fornleifastofunni ehf.
 31. Byggingarreitur við Aðalstræti, Túngötu og Grjótagötu, Reykjavík. Rannsókn vegna framkvæmda. Stjórnandi Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastoffnun Íslands ses.
 32. Gálmaströnd, Steingrímsfirði. Könnunarskurður í ætlaðan stekk, vegna framkvæmda. Stjórnandi Rangar Edvardsson, Náttúrustofu Vestfjarða.
 33. Hóll í Bolungarvík. Vegna framkvæmda. Stjórnandi Garðar Guðmundsson, Fornleifastofnun Íslands ses.

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is