Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Fréttir»Starf fjármálastjóra við Minjastofnun Íslands

Starf fjármálastjóra við Minjastofnun Íslands

Föstudagur, 18 Janúar 2013 11:48

Minjastofnun Íslands óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa. Fjármálastjóri heyrir beint undir forstöðumann.

Ábyrgð og verksvið:

Fjármálastjóri ber ábyrgð á að meðferð fjármála fari eftir settum lögum og markmiðum stofnunarinnar. Hann hefur umsjón með fjármálum og samningagerð og samskiptum við Fjársýslu ríkisins. 

Menntunar-  og hæfniskröfur:

Leitað er eftir einstaklingi með háskólaprófi á sviði viðskipta- og/eða rekstrar með marktæka reynslu af rekstri og fjármálastjórn. Þekking á launa- og greiðsluumhverfi stjórnsýslunnar kostur. Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum áskilin. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð nauðsynleg. Óskað er færni í íslensku, ensku og helst einu Norðurlandamáli, jafnt töluðu sem rituðu máli.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Umsókn með ferilskrá sendist Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík eigi síðar en 2. febrúar n.k. Upplýsingar veitir Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) í síma  5556630. 

Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun sem fer með umsýslu fornleifa-og húsverndar, og fer með leyfisveitingar vegna flutnings menningarminja úr landi í umboði mennta- og menningarmálaráðherra. Minjastofnun Íslands starfar á grundvelli laga nr. 80/2012 og 57/2011.

Sjá auglýsingu á starfatorgi.is.

Síðast breytt Föstudagur, 18 Janúar 2013 12:12

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is