Fornleifavernd ríkisins og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri undirrituðu nýlega samning um aðkomu starfsfólks Fornleifaverndar ríkisins að kennslu við skólann. Fyrst og fremst er verið að hugsa til endurmenntunarnámskeiða og þá helst til aðila sem vinna ýmiss konar jarðvinnu sem hafa áhrif á fornleifar, En einnig er stefnt að því að nemendur vinni verkefni tengd fornleifavernd.