Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Viðburðir»Evrópski menningarminjadagurinn / European Heritage Days

Evrópski menningarminjadagurinn / European Heritage Days

Fimtudagur, 08 September 2011 11:54 Written by 
Rate this item
(0 votes)

 

Evrópski menningarminjadagurinn verður haldinn hér á landi fimmtudaginn 8. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er menningarlandslag. Eftirfarandi viðburðir verða í boði Fornleifaverndar ríkisins á deginum:

Suðurland

Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands verður með  leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Skálholti milli 18:00 og 19:00.

Norðurland

Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra kynnir landnám Kollsveins hins ramma í Skagafirði. Farið verður að rústum landnámsbýlisins Kollsveinsstaða og þaðan að Hofstöðum að meintum minjum af hofi Kollsveins.  Lagt verður af stað frá Dýrfinnustöðum í Akrahreppi fimmtudaginn 8. sept. kl. 8.15 (að morgni).  Þaðan er ekinn jeppaslóði ca. 1.5 km, að rústasvæðinu. 

Vesturland

Magnús A Sigurðsson minjavörður Vesturlands heldur fyrirlestur í Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi sem hann nefnir Menningarlandslag í Eyrbyggju. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00.

Höfuðborgarsvæðið/Reykjanes

Kristinn Magnússon deildarstjóri umhverfismála mun kynna rústir Þorbjarnarstaða í landi Hafnarfjarðar. Kynningin stendur milli 18:00 og 19:00. Farið er út af Reykjanesbrautinni og á inn á gamla Reykjanesveginn til móts við Álverið og ekið til vesturs. Þaðan verður gestum leiðbeint á áfangastað.

Höfuðborgarsvæðið

Gunnar Bollason verkefnisstjóri mun leiðsegja gestum um Hólavallagarð, gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu milli 18:00 og 19:00. Einnig fjallar hann um forna kirkjugarða á Höfuðborgarsvæðinu auk þess sem gengið verður að þeim stað sem Melshús stóðu.

Norðurland

Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra heldur erindið Minningar og minjar í menningarlandslagi í Gamla Húsmæðraskólanum að Þórunnarstræti 99 á Akureyri kl. 18:00.

 

 

Additional Info

  • Dags.: Fimtudagur, 08 September 2011
lesa nánar 3549 times Síðast breytt Þriðjudagur, 27 Mars 2012 11:47
Super User

Aliquam erat volutpat. Proin euismod laoreet feugiat. In pharetra nulla ut ipsum sodales non tempus quam condimentum. Duis consequat sollicitudin sapien, sit amet ultricies est elementum ac. Aliquam erat volutpat. Phasellus in mollis augue.

Website: www.youjoomla.com
Fleiri greinar í þessum flokki: « Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is