Suðurland
Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands verður með leiðsögn um uppgraftarsvæðið í Skálholti milli 18:00 og 19:00.
Norðurland
Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra kynnir landnám Kollsveins hins ramma í Skagafirði. Farið verður að rústum landnámsbýlisins Kollsveinsstaða og þaðan að Hofstöðum að meintum minjum af hofi Kollsveins. Lagt verður af stað frá Dýrfinnustöðum í Akrahreppi fimmtudaginn 8. sept. kl. 8.15 (að morgni). Þaðan er ekinn jeppaslóði ca. 1.5 km, að rústasvæðinu.
Vesturland
Magnús A Sigurðsson minjavörður Vesturlands heldur fyrirlestur í Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi sem hann nefnir Menningarlandslag í Eyrbyggju. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00.
Höfuðborgarsvæðið/Reykjanes
Kristinn Magnússon deildarstjóri umhverfismála mun kynna rústir Þorbjarnarstaða í landi Hafnarfjarðar. Kynningin stendur milli 18:00 og 19:00. Farið er út af Reykjanesbrautinni og á inn á gamla Reykjanesveginn til móts við Álverið og ekið til vesturs. Þaðan verður gestum leiðbeint á áfangastað.
Höfuðborgarsvæðið
Gunnar Bollason verkefnisstjóri mun leiðsegja gestum um Hólavallagarð, gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu milli 18:00 og 19:00. Einnig fjallar hann um forna kirkjugarða á Höfuðborgarsvæðinu auk þess sem gengið verður að þeim stað sem Melshús stóðu.
Norðurland
Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra heldur erindið Minningar og minjar í menningarlandslagi í Gamla Húsmæðraskólanum að Þórunnarstræti 99 á Akureyri kl. 18:00.