Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Fréttir»Tvö ný upplýsingaskilti við friðlýstar minjar

Tvö ný upplýsingaskilti við friðlýstar minjar

Miðvikudagur, 06 Júlí 2011 12:06

Að Borgarvirki kemur mikill fjöldi ferðamanna og var orðið brýnt að endurnýja gamla skiltið sem var orðið máð og ólæsilegt. Skiltið á Hofi, sem einnig var orðið illa farið, var endurnýjað í samstarfi við félagið Landnám Ingimundar gamla, en það hefur unnið að því undanfarin ár að gera söguslóð Vatnsdælasögu aðgengilega fyrir ferðalanga og heldur úti heimasíðunni vatnsdalur.is

Bætist Hofsskiltið við fleiri söguskilti í Vatnsdalnum sem sett hafa verið upp við friðlýsta minjastaði og tengdir hafa verið söguslóðinni. Má þar nefna Jökulsstaði, Ljótunnarkinn, Faxabrandsstaði, Nautabú og Þórdísarholt. Hefur á sumum þeirra farið fram fornleifakönnun til að rannsaka eðli og aldur minjanna sem um ræðir. Niðurstöður þeirra rannsókna birtust í grein eftir Þór Hjaltalín minjavörð Norðurlands vestra íMedieval Archaeology, nr. 53 2009. Auk þess að vinna að bættu aðgengi, upplýsingagjöf og merkingu minjastaða í samstarfi við Fornleifavernd hefur félagið gefið út sögukort um svæðið og leiðsögn á dvd diski ásamt fleiru sem lesa má um á heimasíðunni. Skiltin við Borgarvirki og Hof voru unnin upp á nýtt, þ.e. textar og myndefni var endurnýjað. Um útlitshönnun sá Teikn á lofti á Akureyri.

Síðast breytt Þriðjudagur, 27 Mars 2012 11:17

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is