Viðburðir fornleifaverndar

Þú ert hér:Forsíða»Fréttir»Vefsjá Fornleifaverndar ríkisins

Vefsjá Fornleifaverndar ríkisins

Sunnudagur, 30 Janúar 2011 12:08

Mikið af fornleifafræðilegum gögnum hafa landfræðilega tilvísun og er því tilvalið að miðla upplýsingum um fornleifar á vefsjá. Fornleifavernd ríkisins er þessa dagana að taka í gagnið sína vefsjá. Í fyrsta áfanga

eru sýnd í vefsjánni þau svæði sem þegar hafa verið skráð á vettvangi með hlekk í skýrslu ef höfundar hafa gefið leyfi til. Unnið er að því að setja inn og yfirfara þessar upplýsingar en grunnvinnuna unnu

Margrét S. Kristjánsdóttir og Davíð Bragi Konráðsson.

 

Í næsta áfanga verður gagnagrunnur um fornleifarannsóknir og friðlýstar fornleifar tengdur við vefsjána.

Gagnagrunninn yfir fornleifarannsóknir á Íslandi höfum við einnig notað sem framlag í Evrópuverkefninu CARARE og með því öðlast dýrmæta þekkingu um miðlun og samhæfingu gagna. Gögnum um friðlýstar

fornleifar höfum við verið að safna saman á síðustu árum ásamt því að heimsækja hvern stað á vettvangi, mæla hann nákvæmlega upp og meta. Að auki er Fornleifavernd ríkisins í samvinnu við Loftmyndir ehf. að þróa vefsjá þar sem skrásetjurum verður gert kleift að skrá fornleifar í gegnum netið, ofan á loftmynd.

 

Á vefsjánni er einnig að finna punkta yfir friðlýstar fornleifar í Dalvíkurbyggð með tengingu í síður með nánari upplýsingar. Þetta er tilraunaverkefni sem Unnur Magnúsdóttir vann sem lokaverkefni í

Mastersnámi við HÍ og er gott dæmi um hvernig vinna megi aðgengileg gögn fyrir almenning upp úr gögnum Fornleifaverndar.

 

Fleiri og fleiri eru farnir að tileinka sér þessa miðlun á sagnfræðilegum og fornleifafræðilegum gögnum.

Sem dæmi má nefna byggðaþróunarrannsókn Hólarannsóknar og miðlun á fornleifarannsóknum Fornleifastofnunar Íslands ses.

 

Skoða vefsjá

Síðast breytt Mánudagur, 26 Mars 2012 12:09

Leita

Minjastofnun Íslands - Suðurgötu 39 - 101 Reykjavík - Sími: 555-6630 - Fax: 555-6631 - Kt: 440113-0280 - Tölvupóstur:fornleifavernd(hja)fornleifavernd.is