| 
        
        
        
         Í febrúar 2002 gerðu Fornleifavernd ríkisins og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma með sér verksamning um minjar í Hólavallagarði við Suðurgötu. Samningurinn var þríþættur. Í fyrsta lagi tók Fornleifavernd ríkisins að sér að flokka og meta ástand allra legsteina og minningarmarka í kirkjugarðinum, og einnig bakka og gerða í kringum leiðin. Í öðru lagi skyldi stofnunin veita ráðgjöf um hvernig best væri staðið að varðveislu minjanna. Í þriðja lagi að semja texta um valdar minjar í Hólavallagarði, sem unnt væri að nýta á skilti sem Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma ætluðu að setja upp í garðinum gestum hans til fróðleiks og til birtingar á vefsvæði Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Gunnar Bollason sagnfræðingur var ráðinn til að vinna verkið. Í Hólavallagarði má sjá skilti með upplýsingum um minningarmörk og einstaklinga, sem Gunnar hefur samið. Fornleifavernd ríkisins hefur veitt Kirkjugörðunum ráðgjöf varðandi varðveislu minja og hér á eftir fylgir meginverk hans: Hólavallagarður við Suðurgötu - Flokkun og lýsing minningarmarka með tilliti til menningarsögulegs gildis þeirra. 
 
 
  | 
        | 
       
       
       
       | 
            Data 
        | 
        
       
       | Stærð | 
       3.1 MB | 
        
       
        | Niðurhal | 
        387 | 
        
       
        | Language | 
         | 
        
       
        | License | 
         | 
        
       
        | Höfundur | 
         | 
        
       
        | Website | 
         | 
        
       
        | Price | 
         | 
        
       
        | Stofnað | 
        2012-10-05 11:37:16 | 
        
       
        | Sett inn af | 
        solborg | 
        
       
        | Changed at | 
         | 
        
       
        | Modified by | 
         | 
        
       
        | 
            
  | 
        
        
     |